Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Grill

Hæbbs

Eins og glöggir lesendur geta séð þá er nú ekki búið að vera mikið að gera í vinnunni hjá mér undanfarið, en það styttist nú í mánaðarmótin svo þetta fer að breytast (Thu Thi Nguen hef þig í huga núna). Í gær vann ég bara hálfan daginn eins og fín frú enda var veðrið alveg frábært. Þegar ég kom heim var minn ástkæri unnusti búinn að kynda nýja grillið sitt og hafa til hádegismat, er hægt að hugsa sér eitthvað betra en sitja á svölunum í sólinni og borða grill í hádeginu :) Eftir smá afslöppun var ákveðið að setja í sig rögg og fara í garðinn, og hvað haldið nema það sé seinhleðsla hjá okkur út við götu, eitthvað sem var algjörlega falið í fíflum og það eru blómabeð á ýmsum stöðum undir grasinu inn í garðinum. Reyndar ekki allt komið í ljós en svona smá farið að koma mynd á þetta. Elli kom svo með kerru sem nánast fylltist bara að fíflunum sem voru meðfram götunni, ég komst að því að Elli er með strá-kústspróf sýndi ótrúlega takta á kústinum :) Aðrar garð framkvæmdir bíða svo betri tíma. Húsbóndinn skellti svo borgurum á grillið og ekta sumarstemming myndaðist þegar Keli og Sif bættust í hópinn til að borða með okkur, Kolur greyið fékk samt ekkert. Halla okkar kom svo í til að fá sér kaffisopa með hópnum. Svo gaman að hafa húsið fullt af fólki og náttlega dýrum :)

þriðjudagur, júní 21, 2005

JAFNRÉTTI ????

Halló !!!!!!

Núna er ég búin að komast að því að það skiptir máli hvort þú ert kona eða karl í ansi mörgum atriðum, reyndar ekkert stór hlutur sem opnaði augun á mér en samt.
Þannig er að BYKO sendir "öllum" sem eignast nýtt heimili innflutningsgjöf sem er eitthvað ljós og afsláttakort í búðum undir þeirra hatti. Núna kemur svona bréf heim til OKKAR í Vallargerðið stílað á Hr. Ólaf Jónsson og neiiii ekki á mig. Afsláttakortið sem fylgdi með líka bara á nafninu hans Óla ekki mínu. Ótrúlega bjánalegt þar sem ég á samkvæmt öllum skjölum helming í þessari blessuðu íbúð. Svo er ég búin að ræða við fólk í kringum mig og þá kemur í ljós að ef kona og karl eru að kaupa saman þá fær karlinn gjöfina en ef kona kaupir íbúð ein þá reyndar fær hún svona kort í pósti. En ég hélt að við værum einhvern vegin vera komin yfir þetta í íslensku samfélagi sem alltaf er að gorta yfir hvað við séum komin langt í jafnréttishugsun. Yfirmenn BYKO verða að fara að átta sig á því að konur fara alveg eins út í búð að kaupa skrúfur þótt þær eigi karl heima.


Katrín jafnréttissinni

mánudagur, júní 20, 2005

Hæbbs
Það rignir og það rignir sem er gott fyrir gróðurinn en ég kunni betur við sólina.

Ég fór nú ekki í neina langferð þessa helgina eins ég ætlaði, nennti ekki að þvælast ein vestur og það var þoka og suddi fyrir norðan svo sólin hérna heillaði meira. Óli og félagar lögðu land undir fót og gekk ferðin vel í báðar áttir, mér skyldist að þynkan hefði samt aðeins verið að þvælast fyrir á leiðinni heim :)
Ég smellti mér á fimmtudagskvöldið í mæðgnastund til mömmu, ég var ekkert smá ánægð með að hafa fjárfest í lykli í göngin því röðin hinu megin var langt niður í göng og fyrir fólk eins og mig er það hættulegt en ég brunaði bara á mínu hraða án þess að stoppa :) það var alveg æðislegt hjá mömmu sem reyddi fram nautalundir með öllu tilheyrandi eftirmatinn borðuðum við svo um miðnættið, eins og alltaf var ég afvelta af áti. Komst ekki af stað í bæinn aftur fyrr en um þrjú um nóttina. 17 júní kom svo með öllu sínu hæ hó o.s.frv. glampandi sól og blíða, ég er náttlega svo ófélagslynd að ég ákvað bara að hanga á svölunum heima og sóla mig þrátt fyrir samveruboð frá ýmsum. ákvað nú samt að drífa mig í grill upp í Mosó um kvöldið, fékk ofsafínan mat og skemmtilegt spjall :)
Laugardagurinn fór svo í 50 ára afmæli Júnu og Fríðu upp á Skaga það er ótrúlegt hvað þær heiðurskonur geta galdrað fram mikið af góðgæti sem sínir sig best í því að við mættum kl 3 og fórum ekki fyrr en milli sjö og átta. Óli skilaði sér svo á Skagan en kom aðeins of seint í rjóman :)
Heiða, Kiddi og Helena komu svo um heimsókn um kvöldið, og við svo hátíðleg tækifæri verður að opna rauðvín og eitthvað af bjór, endaði reyndar með að blandarinn var kominn af stað líka :)
Við fórum reyndar ekkert í bæinn enda var ég ennþá að jafna mig eftir atburði síðust helgar og hef ekki í hyggju að fara í bæjardjamm alveg strax. Ég verð bara búin að spara mig áður en þau koma næst í borgina svo ég verði upplögð :)
Sunnudagur til sælu held ég að sé skráð í einhverjum merkum bókum eða allavega lifið ég eftir því geri nákvæmlega ekkert nema það sem mér finnst skemmtilegt á sunnudögum. Í gær á rigningadeginum mikla var það lestur bókar og nóakroppsát sem stóð hæst.

best að fara að ganga frá hérna í vinnunni og halda út í rigningun
bæbbs

miðvikudagur, júní 15, 2005

Heitt !!!

Góðan dag góðir farþegar, við munum nú lenda í Reykjavík og hitinn er 17°c hver myndi trúa því ef hann væri ekki að upplifa það sjálfur. Það er alveg rosalegt hvað það er heitt kíkti á mælinn hérna í vinnunni það er um 30°c jebb bara sólarstandastemmingin nema það er ekki æskilegt að ég fækki fötum of mikið hérna :) Svo þegar ég byrja í sumarfríi í byrjun júlí þá byrjar örugglega að rigna, en það er víst svo gott fyrir gróðurinn.
Ég er eiginlega búin að taka ákvörðun um að fara ekki á ísó um helgina, en er í staðinn að spá í að skella mér á Sauðárkrók þar sem verður haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins verður örugglega mikið um dýrðir svo er það hinn möguleikinn að vera bara heima og reyna að komast í gegnum nokkra kassa og kannski reyta illgresi úr garðinum það er víst að af nógu að taka

Best að reyna að einbeita sér af þessari vinnu í smá stund
Þanngað til næst
bæjó

mánudagur, júní 13, 2005

Hæ, hæ

Til hamingju Helena og Sirrý með prófin ykkar þið eruð hetjur :)

Ég gerði mér ferð í Smáralindina á laugardaginn sem er svo sem ekki frásögufærandi nema þetta er ég og það var laugardagur. Hvernig er í Smáralind á laugardögum? jú einmitt troðin af fólki, og ofna á allt þá skein sólin á gróðurhúsið og hitin var óbærilegur. Þar sem missonið var að reyna að finna einhver föt til að fara í útskriftaveislu þá var það bara harkan sex sem dugði. Ég fór reyndar inn í einhverjar búðir að reyna að máta föt sem virtust nú lang flest hafa hlaupið í búðunum svona miðað við nr. og ég að kafna úr hita. Frábært að heyra svo í næsta klefa heldurður að það sé til minna af þessu ohhhhhhh ég var alveg að fríka. Þegar ég loksins komst út úr þessari blessaðri lind var ég í svitakófi, hárið út um allt, orðin alltof sein og með engan poka. Búin að ákveða næst þegar ég fer í svona ferð þá verð ég búin að fá mér einn öl áður eða kannski væri það ekki sniðugt miðað við líðan gærdagsins, sem einkenndist af hugarástandi dauðans.
Ég komst nú samt í veisluna til Helenu í fötum :) og ekki klikkaði bakkelsið hjá henni. Rosa fín veisla takk fyrir mig. Kíkti svo aðeins við á Sirrý og foreldra á leiðinni heim, allir voða glaðir og ánægðir með lífið þar.
Næst á dagskrá þessa laugardags var afmæli hjá Sprellanum, fengum far hjá grönnunum og mættum broandi kát í ammælið. Það fór dágóða stund að horfa á Iron Maiden tónleika enda drengir nýkomnir af þeim viðburði í Egilshöll, ég var á meðan svona mesta að æfa upphandlegsvöðana. Óli fór svo bara heim supris :) en ég málaði bæinn rauðan með Ella og Kela. Sigrún slóst svo í för með okkur þegar við mættum í bæinn. Hitti Sollu, held það séu örugglega 6 ára síðan ég sá hana síðast voða, gaman að sjá hana :) Það var alveg rosalega mikið af fólki í bænum, og ég sem allt í einu stóð ein hjá Hlöllabátum þurfti að komast heim í bólið. Það hefur aldrei borgað sig að deyja ráðalaus svo ég hringdi, eftir að hafa sé leigubílaröðina sem náði út af Hlölla-vagninum, á leigubíl og lét senda hann á Laufásveg 6. Hvar er Laufásvegur 6 ??????? Ég rölti af stað og fann loksins þetta hús nr. 6 við Laufásveg en þá vildi ekki betur til en það að einhver hafði ælt þar rétt hjá og mávunum sem búa á tjörninni fannst það mjög spennandi, þannig að ég var eins og í Birds með fuglagerið hangandi yfir mér, blindfull og þreytt að bíða eftir leigubíl, sem reyndar koma 45 mínutum seinna . Ég sem sagt komst um sex og það eru nú ansi mörg ár síðan það hefur gerst.
Dagurinn í gær var sem sagt ónýtur alveg fram að kvöldmat og núna er ég öll reynslunni ríkari og ætla náttúrulega aldrei að fá mér svona í glas aftur :)

Bæjó
Katrín

fimmtudagur, júní 09, 2005

zzzzzzzzzzz.......

Sælt veri fólkið !

Vá.. hvað ég er búin að sofa vel síðustu nætur í mínu rúmi og minni íbúð. Þetta ótrúlegt, glugginn opinn alla nóttina og ekkert heyrist nema fuglasöngur, enginn strætólæti eða bílaniður
Við vorum einmitt að velta þessu fyrir okkur í gær, að það heyrðist ekkert og fengum svona smá sumarbústaðafíling. Svo núna erum við búin að komast að því að þegar okkur langar upp í sumarbústað þá er bara að leggjast upp í rúm og hlusta á þögnina :)
Það er allt að skríða saman í íbúðinni sumt hefur þó ekki fengið sinn stað ennþá, hef trú á að það gerist svona með tímanum, en það er allavega hægt að borða, sofa, wc-sig og setjast í sófan, en ég auglýsi hér eftir stólum við borðstofuborðið ef einhver lumar á þannig í geymslunni.
Það er búið að ákveða að fara í garðinn um helgina allavega slá ég veit ekki hvort það gerist eitthvað meira enda kemur það til með að breyta heilmiklu. Kannski ég vígi fínu garðhanskana sem ég fékk í innflutningsgjöf :)
En ég ætlaði sem sagt bara að láta ykkur vita hvað mér líður ofsavel á nýja staðnum :)
kv
Katrín

þriðjudagur, júní 07, 2005

Flutningur

Góðan dag !

Það er búið að ganga á ýmsu síðustu daga.
Ég tók þá ákvörðun að taka mér frí frá skólanum það sem er eftir er sumars var komin með óttalegan "studentfruz" held það sé skrifað svona síðan ég fletti þessu orði upp í þýsku orðabókinni í menntó. Svo núna er ég bara að vinna sem er alveg hreint ágætt það er svo sem nóg að gera við að reyna að koma dótinu fyrir í Vallargerðinu. Dótið er sem sagt komið á leiðarenda Nonni afbragðs frændi hans Óla reddaði bíl og birtist með gáminn á föstudagskvöldið. Heimalingarnir okkar Hrafnkell og Beggi hjálpuðu okkur svo að skutla dótinu inn. Við eigum greinilega ekki mjög mikið dót því það tók bara rétt klst. reyndar var þarna öflugt lið á ferð. Mömmurnar komu svo að hjálpa á laugardaginn og gekk vel á undan þeim eins og alltaf, núna eru allvega komnar upp styttar gardínur og búið að vaskaupp allt úr eldhúskössunum :)
Nokkrir gestir eru búnir að taka íbúðina út og náttúrulega bílskúrinn svona þeim sem hefur verið boðið að kíkja þar inn :) Í gær var svo í fyrsta skiptið eldaður matur og svo fékk vöfflujárnið aðeins að hitna þegar Óli galdraði fram þessar indælisvöfflur enda tilefni til þegar heiðursfólk mætir í heimsókn. Rosa hugguleg kvöldstund í góðra vina hóp og ég vona að þær eigi eftir að vera ofsa margar í framtíðinni :)
Frábært að enda þetta bara svona á væmnu nótunum
bæjó