Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, júní 07, 2005

Flutningur

Góðan dag !

Það er búið að ganga á ýmsu síðustu daga.
Ég tók þá ákvörðun að taka mér frí frá skólanum það sem er eftir er sumars var komin með óttalegan "studentfruz" held það sé skrifað svona síðan ég fletti þessu orði upp í þýsku orðabókinni í menntó. Svo núna er ég bara að vinna sem er alveg hreint ágætt það er svo sem nóg að gera við að reyna að koma dótinu fyrir í Vallargerðinu. Dótið er sem sagt komið á leiðarenda Nonni afbragðs frændi hans Óla reddaði bíl og birtist með gáminn á föstudagskvöldið. Heimalingarnir okkar Hrafnkell og Beggi hjálpuðu okkur svo að skutla dótinu inn. Við eigum greinilega ekki mjög mikið dót því það tók bara rétt klst. reyndar var þarna öflugt lið á ferð. Mömmurnar komu svo að hjálpa á laugardaginn og gekk vel á undan þeim eins og alltaf, núna eru allvega komnar upp styttar gardínur og búið að vaskaupp allt úr eldhúskössunum :)
Nokkrir gestir eru búnir að taka íbúðina út og náttúrulega bílskúrinn svona þeim sem hefur verið boðið að kíkja þar inn :) Í gær var svo í fyrsta skiptið eldaður matur og svo fékk vöfflujárnið aðeins að hitna þegar Óli galdraði fram þessar indælisvöfflur enda tilefni til þegar heiðursfólk mætir í heimsókn. Rosa hugguleg kvöldstund í góðra vina hóp og ég vona að þær eigi eftir að vera ofsa margar í framtíðinni :)
Frábært að enda þetta bara svona á væmnu nótunum
bæjó

1 Comments:

At 08 júní, 2005 11:02, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir stórkostlegar veitingar og skemmtilega stund.

 

Skrifa ummæli

<< Home