Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Nýji fjölskyldumeðlimurinn

Hæbb allir stórir og smáir
Allt komið á kaf í snjó í borginn og jólastemminginn á næsta leiti
ég aftur á móti ákvað að leggjast í rúmið í einhverri flensu öllum til mikillar undrunar að ég skuli verða veik, kom samt ekki alveg á besta tíma þar sem síðustu tímarnir í skólanum voru í þessari viku jújú prófin byrja á þriðjudaginn jibbi
en að allt öðru nú er hann Óli minn orðinn þrítugur og það sést nú ekki mikill munur nema að hann hafi kannski eitthvað stækkað :) Afmælisveislan á laugardagskvöldið heppnaðist að öllu leiti mjög vel allir voru glaðir og góðir.Ella stóð sig alveg eins og hetja sem skreytingameistari og veislustjóri Takk fyrir það. Rosa gaman að sjá hvað það gátu margir komið, videóið úr veislunni er náttúrulega bara snild og verður örugglega gaman að geta varpað því á vegg þegar drengurinn verður 40 ára :) Íbúðin okkar lýtur núna út eins og áfengis og blómaverslun
Var næstum búin að gleyma að minnast á nýja fjölskyldumeðliminn, hann Sel, sem er gullfiskur og er hann hressilegur í dag eftir að hafa verið nær dauða en lífi í gær. Við vissum hvernig átti að sjá um hann þetta grey skyldum ekkert í því hvað hann var alltaf að gera á yfirborðinu, þá vantaði hann víst bara nýtt vatn. Hefði verið gaman að setja mynd af honum hérna með en ég kann það bara ekki
bæbb
katrín






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home