Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, október 11, 2004

Þvílíka hetjan sem ég var í morgun, haldið ekki nema ég hafi hjólað í vinnuna, hélt reyndar að ég kæmist ekki lengra en upp brekkuna hjá húsdýragarðinum en eftir mikið más og blás efst í henni þá gat ég haldið áfram. Það veitti nú ekki af að hreyfa sig eitthvað eftir allar kræsingarnar hjá Sirrý á laugardaginn :) Þetta var nú ansi skemmtilegur hittingur, ég fattaði að ég er greinilega ekki alveg búin að undirbúa mig nóg verslunarlega séð undir ferðina, sumar voru búnar að finna hvað átti að kaupa og í hvaða búð á að kaupa það, svo ég verða bara að liggja eitthvað yfir þessu í vikunni :)
Annars var þetta ansi róleg helgi, ég hitt stelpurnar úr skólanum eftir prófið á föstudag og við fengum okkur einn bjór, sem urðu svo einhverjir bjórar í einhverju veldi. laugardagurinn fór svo í jöfnun eins og vanalega eftir bjórana. Sunnudagurinn var svo líka leti dagur (skil ekki alveg þreytuna í dag eftir alla þessa leti) það var reyndar bökuð kaka eins og oft áður á sunnudögum og rann Hrafnkell á lyktina.
Ég er búin að athuga með hitastigið í Minneapolis og það virðist vera alveg mátulegt ca. 20°c á daginn en er töluvert lægra á kvöldin er að fara niður í 7°c, sem betur fer eigum við allar trefla og vettlinga svo þeira fara bara með í töskuna.
látum þetta nægja í bili



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home