Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, september 09, 2004

Hæbbs
Ýmisleg hefur drifið á dagana síðan síðast og það væri of langt mála að telja það allt upp hér
Það nýjasta er að Óli er að fara í fjölbraut við Ármúla í fjarnám og ætlar að byrja að ná í einingar upp í stúdentinn ekkert smá stolt af honum :) Það verður örugglega mjög gaman að koma í heimsókn til okkar á næstunni þar sem við verðum bæði ofan í bókunum eða að rífast um tölvuna veit ekki alveg hvern ég er að gabba því sjálfsaginn á heimilinu er kannski alveg á þeim standard að ekki sé hægt að horfa á sjónvarp eða bjóða heim fólki lengur vegna náms
Eitt ár búðið hjá mér í HR ekkert smá fljótt að líða var reyndar frekar erfitt undir lok þessa árs að þurfa að fara í skólan eftir vinnu í 25 °C en einhvern veginn gékk þetta allt upp
Ég er kominn með nettan fiðring að flytja héðan bara til að geta verið með í þessum flutningum það eru allir að skipta um heimili Harpa og Heiða búnar að kaupa hús fyrir vestan, Sirrý F. búin að kaupa í hús í Kópavogi, Helena í Mosó, Halldóra flutt á Bifröst, Sigga og Svenni búin að kaupa hús í Grafarvoginum, Ella og Bjarki búin að kaup tvíbýli í bænum o.s.frv. og hér sit ég í minni tveggja herbergja íbúð á Laugarnesinu. En ég bíð bara eftir STÓRA lottó vinningnum !!
Fyrsta vísindaferða hjá HMV hópnum 2003 er á morgun ég veit ekki hvort ég fer enn það á að fara í heimsókn í Kópavog það er ekkert slor þegar þetta gengi tekur sig til ekkert verið að fara í eitt fyrirtæki heldur bara heilt bæjarfélag
en nóg um lífið hérna í bili
bæbbs


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home