Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Það er allt mjög gott að frétta af okkur. Ég á að vera að lesa lögfræði en ákvað að það væri miklu skemmtilegra að reyna að fá þetta blogg til að virka og þar sem ég vissi ekkert hvað ég var að gera þá tók þetta ómældan tíma en virðist allavega farið að hanga inni. það er búið að vera ansi mikið að gera í skólanum undanfarið ég verð eiginlega að lesa eitthvað á hverjum degi til að halda í við kennarana sem halda að við höfum ekkert að gera nema lesa í þeirra fagi gleyma kannski stundum að allir eru í fullri vinnu og sumir meira segja með krakka og þannig en nú um það kvart
við erum að fara á þorrablót á laugardaginn á Naustinu með íslenska Gámafélaginu og það verður örugglega mjög fínt allavega hlakka ég mikið til það er svo langt síðan við höfum farið eitthvað út á lífið Um síðustu helgi var farið í skautahöllina með öllu genginu og var það ótrúlega gaman það fóru allir á skauta fyrir utan Jón og Jón fólk hafði misgóða tilburði og held ég að við heimilisfólki á Laugarnesveginum höfum skarað framúr í stíl :) Svo efitr skautana komu allir til okkar í heitt súkkulaði og með því rosafínn dagur
þá ætla ég að láta þetta bull nægja í bili þar sem þetta er bara prufa
kveðja til allra sem villast hérna inn og lesa
Katrín

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home