Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, október 07, 2004

Og spennan eykst

Góðan og blessaðan daginn góðir hálsar
Þá er aðeins rétt rúmlega vika í USA og ég er núna að sjá eftir því að hafa beilað á aðhaldskúrnum og hjólamennskunni í sumar. En mér er sagt að í Ameríku sé allt svo stórt svo ég vona að ég finni eitthvað sem passar, ég hlýt allavega að finna skó :)
íbúðin okkar er alveg að ná fyrri heimilislega yfirbragðinu þó að ísskápurinn sé ennþá í stofunni, og sturtuhengið í svefnherberginu þá er þetta allt að gerast.
Tölvan mín er aftur á móti með veiki sem virðist ætla að verða eitthvað þrálát núna bara kveiknar á henni ef við klöppum henni í svona klst. og þá veit maður aldrei hvað það endist lengi. Lennti í því á þriðjudaginn að vera að gera verkefni í skólanum og ætlaði svo bara heim og fínpússa það og senda heiman frá mér. Náði í Óla í vinnuna og var komin heim um 10 leytið, svo var það kvöldmaturinn sem gleymist aldrei á Laugarnesveginum, ætla svo í rólegheitum að laga verkefnið og senda. Og vitið menn ekki hægt að kveikja á þessari elsku, skil eftir klst. og allt í voða ég mátti bruna í skólan, hamra inn verkefnið og skila því á innan við klst. Þetta tókst nú allt saman en lærdómurinn er sá að vera ekki að gera verkefni klst. fyrir skil og vonandi læri ég á þessu :)
en bara good bye end see y later

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home