Góð helgi að baki :)
Þá er kominn enn einn mánudagurinn og bara 20 dagar þanngað til gengið bindur á sig ferðaskóna og heldur á vit verslunarævintýrana í USA. Spennan er öll að koma en það er eitt sem er að bögga mig ég er ekki ennþá búin að fá flugmiðan minn í hendur :( fékk reyndar að handfjatla Halldóru miða um helgin :) veit ekki alveg hvað veldur ég verð bara að hringja í hana Helgu á morgun. Heyrði í Heiðu í morgun og þá var hún ekki heldur búin að fá sinn miða samt borgaði hún tveim vikum á undan mér hún reyndar hringdi svo á mánudaginn síðasta og þá var hún Helga blessunin ekki einu sinni búin að taka ferðina út af kortinu ég vona að hún hafi farið í það að taka út af kortinu mínu um leið og ég hringdi því annars er nú búið að saxa dálítið af verslunarpeningnum sem er ekki nógu gott
Við hjún eyddum ansi góðri helgi í sveitinni hjá Halldóru það var alveg frábært að komast út úr borginni þetta átti nú að verða mikil námsferð en það var bara svo gott að sofa, borða og liggja í pottinum að það gleymdist eitthvað aðeins ég held að Óli hafi verið duglegastur í náminu. Við komum ferkar seint á föstudagskvöldið miðað við að við ætluðum að vera komin um kvöldmat en það er nú bara eins og stundvísin á Laugarnesveginum er. Á laugardaginn fórum við svo í kaupstaðarferð og komumst að því að skrújárnin í KB eru ansi ódýr allavega þegar Halldóra verslar þau :) fórum náttúrulega líka í ÁTVR og Bónus. Horfðum á ansi gott myndband þar sem körfuboltaliðið var að troða upp og er ákveðið að fá ákveðna manneskju í liðinu til að skemmta í 30 ára afmæli í nóvember ( sérstaklega skemmtilegt uppklapps atriði og háutónarnir )
Það þarf nú varla að minnast á það að auðvitað lagaðist kvefið og allt það í sveitinni mæli með því fyrir heilsulaus eins og mig að skella sér í svona helgarferðir út á land. :)
1 Comments:
Þú skildir nú bara kvefið og heilsuleysið eftir hjá mér´!! takk samt fyrir góða helgi. Varðandi miðana þá eru þeir á leiðinni, Helga og Sirrý eru bara í beinu bandi þessa dagana.
Skrifa ummæli
<< Home