Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

laugardagur, september 11, 2004

Þá er ég búin að fara í mína fyrstu vísindaferð sem háskólanemi og ég varð ekki fyrir vonbirgðum Við fórum í Salinn í Kópavogi þar sem bæjarstjórinn og eitthvað annað gengi tók á móti okkur, Jónas Ingimundarsson spilaði fyrir okkur inn í salnum til að leyfa okkur að heyra hljóminn sem var alveg geggjaður og núna hef ég ákveðið að verða rosa menningarleg og fara á tónleika þarna í vetur. Svo fengum við vín og snittur í ótakmörkupu mæli sem eftir á var kannski ekkert rosalega skynsamlegt :) Allur hópurinn hélt svo á Players þar sem Stuðmenn voru að spila ágætist stuð þar. Skemmtilegast var nú samt að sjá virðulegt eldra fólkið í bekknum algjörlega gjörbreytast í brjálaða partýpinna og ef þeim líður eitthvað svipað og mér er búið að líða í dag þá held ég að við sjáum þau aldrei aftur í þessum gír. Ég var sem sagt núna fyrst að komast almennilega út úr rúminu fyrir utan nokkur skríð fram á klósett. Fín ferð samt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home