Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, september 27, 2004

Og enn er komin mánudagur....

Þá er byrjuð ein vikan enn og óðum styttist í ferðina góðu. Allt á suðu punkti hér við að reyna að finna út hvað á versla en ég held samt að það eigi eftir að bjargast
Ofsa fín helgi, eyddum föstudagskvöldinu hjá tengdó hún var að gera við nokkrar saumspettur á fötum heimilsfólksins það var orðin útgangur á liðinu en núna erum við húsum bjóðandi án þess að það sjáist hold
Svo var skóli hjá mér á laugardaginn og vinna hjá Óla. Ég og Tinna ákváðum að það væri orðið langt síðan við hefðum farið út fyrir skólan að læra svo við skelltum okkur á Viktor þar sem er þetta rífandi góða kaffi og náttúrulega þráðlaust net. Gleymdu okkur kannski aðeins í kjaftagangi en kláruðum samt verkefnið og fengum okkur engan bjór sem er nokkuð góð frammistaða :)
Harpa hringdi svo á laugardaginn og þá voru þau í bænum óvænt svo það var ákveðið að hittast eftir að þau voru búin að fara að borða á Grillinu á Sögu. (öfunda þau í tætlur ekkert smá gott og rómantískt að fara að borða þar) Þau komu svo hingað vel södd og sæl og við kjöftuðum langt fram eftir, fórum svo í bæinn nema gamli minn sem varð eftir heima. Langt síðan ég hef verið svona lengi í bænum það var meira að segja leigubílaröð sem rifjaði upp margar góðar og kaldar minningar síðan í denn. Ég var nú reyndar hálf ónýt á sunnudaginn held ég sé bara að missa hæfileikan í að vera fylliraftur sem er gott segja sumir en að verða alltaf veikur daginn eftir nokkra Irish og einhverjar aðrar góðar blöndur er ekki alveg minn stíll.
Eyrún frænka kíkti svo við á sunnudaginn og þá hafði húsfaðirinn bakað vöfflur að hætti húsins sem er reyndar ansi gott við flöskuveikinni :)
Treysti mér ekki í eftirréttaboðið til Siggu sökum heilsuleysis en ég mæti bara næst
Og hvað haldið nema frúin á neðstu hæðinni hafi boðað til húsfundar (hvað ekki nema 20 á þessu ári ) en nú loksins var eitthvað að tala um allir eig að reiða fram 50000 í viðgerð á rafmagnstöflu húsins fyrsta hugsun hjá mér var náttúrulega hef ekki efni á því er að fara til USA að versla eins og fólk geti ekki verið með kerti og þannig í nokkra mánuði meðan ég safna en þetta verður víst að gerast svo ég held að VISA frændi minn verði bara að svitna aðeins meira úti heldur en hann átti að gera, enda var hann aðeins farin að safna utan á sig.
En ég helda að þetta sé svona helsta ágrip þessarar góðu helgar


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home