10 dagar
sælt veri fólkið
Þá er ég stödd í tíma í gerða og greiningu ársreikninga ofsalega skemmtilegt allt saman veit ekki alveg hvað maðurinn er að tala um, hann umturnast algjörlega þegar eitthvað stemmir ekki og nota þarf gangvirðissjóð og ef reikningurinn er í evrum þá er það nú bara plús en þetta er samt ágætis karl og borgar sig að fylgjast með því það er próf í föstudaginn.
Allt búið að vera að gerast um helgina. Keypt máling á eldhúsið á föstudaginn og flísar á baðið svo nú átti að rumpa þessu af. Skelltum okkur reyndar í leikhús á föstudagskvöldið á Eldað með Elvis sem kom bara nokkuð vel út og ekki skemmdi fyrir að allt leikhús þotuliðið var á sýingunni sem ég held að hafi stafað að fríum bjór og skemmtiatriðum eftir sýninguna :) Eftir þetta þá fengum við okkur guðdómlega hálfmána að hætti Hornsins sem klikka náttúrulega aldrei.
Laugardagsmorguninn kom með öllu sínu hjúin vöknuð fyrir hádegi og búin að taka upp málingapensilinn kraftaverkin gerast ennþá. svo var flísalagt inn á baði sem reyndar þýðir það að ekki má nota baðkarið í viku sem er náttúrulega ekki mjög skemmtilegt þá sérstaklega fyrir vini og vandamenn sem mega þola ótakmarkaðara baðferðir frá okkur. Á sunnudeginum var svo haldið áfram, verk gærdagsins tekið út og við komumast af því að það þyrfti að laga örlítið því línurnar höfðu eitthvað skekkst sökum bjórdrykkju kvöldið áður. En þetta var allt hægt að laga. í gær var svo aðala subbuverkið að fúa í flísarnar í eldhúsinu ekkert gums en ofsa skemmtilegt :) ég er að spá í að fara bara í iðnaðarmannaskólan og hætta í þessu viðskiptadæmi.
ætli að það sé ekki best að fara að hlusta núna
bæbb
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home