Halló halló
Hverning get ég látið þetta viðgangs hef ekkert látið heyra frá mér síðan fyrir USA þetta náttúrulega gengur ekki .
En ég er sem sagt komin heil á höldnu heim úr þessari prýðis góðu ferða til Ameríku sem stóðst fyllilega allar væntingar mínar og ég held allra gellana líka. Sumir versluðu náttúrulega meira en aðrir og var verslverðlaununum skipt systralega á milli tveggja, held ég fari ekki með fleipur. Vonadi verður bara hægt að skella sér í svona ferð sem fyrst aftur, örugglega æðislegt að spóka sig í Mallinu okkar í byrjum desember þegar jóladæmið er allt komið upp. Ferða saga hópsins með öllum skemmtileg heitunum birtist svo á síðu klúbbsins.
Á Miðuvikudagsmorgninum tók svo alvaran við. Það er alveg ótrúlegt hvað ég var dösuð og þreytt eftir ferðina, þetta hlýtur að vera þessi flugþreyta sem fólk talar svo oft um. Ég var bara í einhverjum öðrum heimi þangað til á föstudeginum. Á laugardeginum var óvissuferð í vinnunni sem snerist nú sem mest um að gefa okkur fljótandi brauð og svo brauð í föstu formi. Lögðum af stað kl 9:00 stundvíslega eins og ávallt þegar þessi hópur fer eitthvað og þá var förinni heitið á Þingvelli þar sem beið okkur morgunverður. Síðan var gengið um svæðið í kuldanum og voru allir bláir og sætir þegar loksins var komið í rútuna aftur, sem hafði ekki verið hituð á meðan á gönguferðinni stóð svo inn í henni var eiginlega kaldara en úti margir redduðu því með að skella í sig köldum bjór, virtist virka eftir einhverja stund. Fórum svo í Hvalfjörðinn og í hádegisverð á Módel Venus það var alveg fínt. Leiðin lá svo að Hraunfossum gengið um og skoðað. Reykholt var næsta stöð og þar biðu okkar vöfflur með tilheyrandi og tertur. Eftir það beið bærinn okkar og fengum við fínan mat á Kaffi Reykjavík og þar slógum við upp okkar eigin diskó. Ég hélt svo heim á leið sátt við lífið og tilveruna um kl 1 þegar allir voru að steyma í bæinn á Airwaves.
Síðasta vika er búin að vara smá veruleika sjokk allt í einu fattaðist að það á að skila tveim stórum verkefnum í skólanum í næstu viku og svo annað í þarnæstu viku. Ég lét það nú ekki aftra mér frá því að gera ýmislegt annað í vikunni ótrúlegt hvernig er hægt að finna sér eitthvað annað til dundurs en lærdóminn. Ég er samt búin að vera ágæt um helgina fórum reyndar í 40 ára afmæli til önnu systir hans óla í gærdag það var æðislega fínt veitingarnar klikkuð ekki þar frekar en fyrri daginn. Valdi var alveg á fullu ásamt pabba sínum að vinna í nýja húsinu þeirra til að hægt verði að halda partý afmælið eftir 3. vikur. En talandi um afmæli þá er búið að senda út boðskortin í stór afmælið á heimilinu. Ótrúlegt að eiga bráðum spússa sem er 30 ára, stutt síðan hann var bara 24 ára á Gauknum :) En svona líður tíminn hratt
Ég verð víst eitthvað að fara að kíkja í bækurnar
Hafið þið það öll sem allra besta þarna úti og verið góð hvert við annað :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home