Skotist í kvöldkaffi til mömmu :)
Daginn
Í gær eftir kvöldmat gerði á svolítið sem ég hef bara aldrei gert áður, ákvað með engum fyrirvara að skjótast í kaffi til mömmu. Ekkert smá þægilegt og gaman. Ég er alveg búin að sjá þetta fyrir mér að fara bara svona á föstudögum upp eftir og vera svo bara í dekri fram á sunnudag :)
Ef einhver er ekki búin að átta sig á því þá er vika til jóla í dag sem er rosalega fínt það styttist í súkkulaði flóð og góðan mat :)
Ég rankaði samt við mér áðan að ég á nánast eftir að gera allt nema konfekt sem við gellurnar hittumst að gera heima hjá Sigrúnu á mánudagskvöldið. Rosalega gaman hjá okkur og allt í súkkulaði, sumir töldu sig hafa meiri hæfileika en aðrir í þessari iðju sem reyndist svo vera rétt þegar molarnir voru tilbúnir :)
Svo jólakonfektið er í höfn, þá á bara eftir að kaupa gjafir, skrifa jólakort, senda pakka og kort, baka, þrífa höllina okkar og náttúrulega setja selinn í jólabaðið. Svo helgin verður undirlögð í jólaundibúning sem er náttúrulega bara skemmtilegt ;)
Ég samt frekar ósátt við þessa blessaða jólasveina skórinn minn er búinn að vera tómur alla morgna síðan þeir fóru að koma til byggða og ég sem hélt ég hefði verið svo þæg og góð undanfarið
Þangað til næst
kv.
Katrín
1 Comments:
jæja það er nú gott að þú viðurkennir að ég var og er auðvitað best í konfektgerðinni, allavega útlitslega séð. Molarnir mínir voru sko ekki með neinum marmaraáferð!!!!!!!!!!!!
Skrifa ummæli
<< Home