Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, desember 20, 2004

Jólastress

Góðan dag :)
Dugnaður helgarinnar sló út öll met á laugarnesvegbúamælikvarða. Allar gjafir komnar í hús, þvílíkt þrekvirki það á reyndar eftir að pakka þeim inn en það er nú bara gaman svo það er nú í góðu. Það ættu að vera til töflur til að gíra fólk niður á þessum árstíma Kringlan og smáralind voru fullar að fólki sem snerist í kringum sig eða aðra. Hvernig er hægt að verða svona ofsalega stressaður yfir jólunum hátið á ljóss og friðar. Þetta skánaði reyndar ekki í IKEA þar sem ég var að rölta og skoða í rólegheitunum, kemur ekki ein á ofursnúning og keyrir mig niður, skórinn minn eitthvað upp í hillu og þarna ligg ég á gólfinu í IKEA eins og ræfill, og hvað gerir þessi góða frú hún reyndar tók eitt snúningsskref, í hringnum andvarpaði hún, hefur örugglega fundist ég var algjört fífl að þvælast svona fyrir og svo hélt hún áfram sínu versli.
Sem sagt þá er ég búin með búðirnar í bili sem betur fer og núna tekur bara við rólegheit heima skreyta og þannig dúllirí
Passið ykkur á stressinu það getur greinilega farið illi með fólk :)

1 Comments:

At 01 janúar, 2005 16:51, Blogger Halldora said...

hellú gott fólk, ætlaði bara að kvitta fyrir komuna og mér finnst að það eigi nú að fara skrifa meira á síðuna svo hægt sé að fylgjast betur með ykkur.
kærlig hilsen from the snowytown

 

Skrifa ummæli

<< Home