Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

laugardagur, febrúar 12, 2005

London eftir 5 daga

Góðan og blessaðan daginn
Þetta virðist alltaf eitthva koma yfir mig þegar ég á að vera að læra, að skjótast hérna inn eins og það sé allt í einu komið í forgang. Próf í mannauðstjórnun á þriðjudaginn svo það er betra að vera búin að lesa eitthvað smá fyrir það, í dag var hittingur út af stefnó og svo ætlum við að hitta einhverja konu á mánudaginn út af því líka svo það er ekki mjög mikill tíma til að ná upp trassa lestrinum í maus.
Það sem hefur gerst síðan síðast er að tveir aðrir hópar komu að skoða og ennþá eru sömu orðin í fyrirrúmi. Vorum samt svikin af einum sem ætlaði að koma á fimmtudaginn með mömmu sinni en lét ekkert sjá sig frekar fúllt að láta ekki vita ef fólk kemst ekki :(
Þjóðréttakvöldið var algjör snilld, þvílíkur matur ég held að allt nema saltaða hrosskjötið sem var íslenska framlag kvöldsins hafi verið gott. Ótrúlegt þetta með indverskamatinn, hann gerði tvö afbrigði af sama réttinum eitt fyrir íslendinga og hitt eins og þeir borða. Ég er ekki að grínast að svitinn byrjaði að spretta út eftir tvo bita af þeirra afbrigði og svo sagði gaurinn að svona sterkt borðar tveggja ára sonur hans á hverjum degi. Það barn hlýtur að hafa stálmaga :)
Á bolludaginn var lagt land undir fót eða hjól öllu heldur og skellt sér í bollukaffi á skagan, bollurnar hennar mömmu klikkuðu náttúrulega ekki. Annar í afmæli var svo á þriðjudaginn hjá Gullu tertur og þannig.
Heimilisfólki horfði svo á Idol í gærkvöldi og var bara nokkuð sátt við úrslitin að þessu sinni allvega miðað við framistöðu kvöldsins hefi samt vilja sjá ísfirðingin áfram.
Svo er það bara London eftir nokkra daga. Dóra var hérna hjá okkur á fimmtudaginn og sýndi mér hvert væri nú gaman og nauðsynlegt að fara. Reyndar var þetta orðið frekar gott skipulag hjá okkur, að það er spurning hvort hún komi bara með mér og Óli verði eftir þar sem hann veit ekkert hvernig ferðin á að vera :)
Ætli sé ekki best hjá mér að fara undirbúa mig fyrir matarboðkvöldsins hjá Siggu og Svenna, ótrúlega fínt að þurfa orðið ekkert að elda um helgar.
bæbbs

1 Comments:

At 15 febrúar, 2005 08:36, Blogger Halldora said...

sammála síðasta ræðumanni, hvenær á ég að mæta á völlinn á fimmtudag?

 

Skrifa ummæli

<< Home