Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Gleðilegt ár og allt það

Hæbb
Gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir allar gamlar og góðar stundir, betra er seint en aldrei að koma þessum frasa frá sér. Það hefur nú allt gengið sinn vanagang hér á Laugarnesveginum síðan fyrir jól þegar síðasti pistill var settur inn. Jólin voru hátíð matar eins og alltaf og áramótin líka hátið matar, svo núna er fötin sem voru keypt í USA hætt að passa og allt í vitleysu. En ég kann nú ráð við því, ætla að skella mér í helgarferð til London í feb. og þá er aldrei að vita að ég geti stækkað fataskápinn eitthvað. Þetta er nú reyndar kannski ekki mjög gott ráð en það má notast við það en þið kannski hnippið í mig ef ég verð ennþá að stækka fataskápinn þegar ég verð farin að nota tvö sæti í flugvélum :)
Skólinn er byrjaður hjá mér og hann byrjar alveg af krafti núna, búið að vera fyrst verkefnið sem hópurinn minn átti að flytja fyrir framan bekkinn sem er rosa snemmt miðað við undanfarið allavega. Svo ég er búin að vera frekar mikið í Ofanleitinu undanfarið
Það er samt búin að vera flullt að öðru búið að gerast, íbúðin er loksins komin á sölu en það hefur nú ekki mikið gerst nokkrir samt búnir að koma að skoða en engin tilboð :( Loksins komumst við til að sjá Hárið og héldum við upp á afmælið hans Begga í leiðinni og er ansi góðar myndir af þessu líka fína djammi á síðunni hennar Dóru :)
nú er víst komin tími á að reyna að elda eitthvað
ég reyni nú að vera eitthvað betri framvegis að skrá atburði okkar hér á Laugarnesinu
ég þarf samt að læra að setja myndir og linka á síðuna ef einhver treystir sér í að kenna mér það þá væri það vel þegið :)
kær kveðja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home