Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hótel Selfoss og allt hitt

Halló
Það sem er nýtt að frétta af okkur hérna á Laugarnesinu er það að í kvöld komu tveir hópar að skoða íbúðina. Sem ætti að teljast jákvætt og láta okkur vita að þetta sé ekki alveg dautt og vonandi þurfum við ekki að vera hérna til æviloka. En orðaforði skoðenda er nú ansi takmarkaður finnst mér orð eins og "jájá" og "einmitt" er það sem dettur oftast af vörum þeirra. Ég held miðað við undanfengna reynslu að þetta séu ekki jákvæð orð, en hver veit nema fólk kvöldsins leggi aðra merkingu í þau ég vona það allavega
En í allt annað sem er bæði gott og slæmt. Þannig er að allt í einu í dag er hringt í Fönn og sagt að helgin sem árshátíðin átti að vera sé upptekin á Hótel Selfoss ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því efitr yfirlýsingar á gellu-síðunni. En það er náttúrulega rosa gaman að geta þá farið með gellunum í sumarbústaðinn :) Það fúla við þetta er að ég fæ náttúrlega ekki allt sem ég vil í þessu lífi, og það er búið að setja árshátíðina á helgina sem við hjúin ætlum að skella okkur til London. Svona ykkur að segja þá var ég farin að hlakka til að eiga fína helgi á Selfossi af því mér finnst það svo kósý-bær og hótelið er líka ofsa flott. En ég verð víst bara að gera það einhvern tíman seinna.
Skólalífið gengur sinn vanagang, alltí einu fjórða vika að verða búin og bara tvær vikur í miðannarpróf og verkefnaskil af ýmsum toga sem þýðir bara eitt að fara að leggjast yfir bækurnar að auknum krafti. Þetta er samt alveg magnað með tíman og hvernig allt hittist á sömu helgarnar, á föstudaginn er til dæmis Þorrablót hjá Óla vinnu á Fjörukránni og verður vafalaust mikið stuð, á laugardagskvöldið er svo þjóðréttakvöld hjá Fönn sem er náttúrulega kannski minna stuð en áhugaverðara og á sunnudaginn verður afmælisteiti hjá tengdó.
Svo til að ég geti haldið heilsu og lært eitthvað um helgina verð ég að sleppa einhverju, þannig er nú það. En þið sem vitið ekki hvað þjóðréttakvöld er þá hef ég nú alltaf jafn gaman að segja frá því :) Vinnustaður eins og Fönn með öll sín þjóðerni er upplagður fyrir svona kvöld. Til dæmis á laugardaginn fáum við að smakka rétti frá Indlandi, Grænhöfðaeyjum, Filippseyjum, Jamaíka, Víetnam, Tælandi, Portúgal, Perú, Póllandi, Rússlandi og Slóveníu man ekki eftir fleirum í augnablikinu. Gaman að smakka þetta allt en maginn er reyndar ekki alveg sammála öllu alltaf:)
Held ég fari nú bara að halla mér með von í brjósti um að tilboð berist sem er ásættanlegt
Góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home