Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Tilbúin til brottflutnings ???

Sælt veri fólkið
Þá kom að því að eitthvað gerðist í borginni sem hefur áhirf á líf okkar Laugarnesbúa
Dagurinn í gær var ansi rólegur, ég að reyna að lesa fyrir þjóðhagfræðipróf sem gekk svona upp og ofan, svo ákvað ég að fara bara snemma í bólið til að vera vel upplögð í prófinu.
Klukkan um 11 er ég milli svefns og vöku, dreymir um sólarströnd í kuldanum, stælta gaura og bragðgóða kokteila. Einhver fer að kalla á mig með undirþýðri rödd frekar óskýrt skil ekki alveg hvað er verið að segja Þá hellist yfir mig raunveruleikinn Íbúar takið eftir eiturgufur liggja núna yfir hverfinu lokið gluggum og verið tilbúin til brottflutnings. Hvað er í gangi er verið að taka upp kvikmynd í hverfinu ? Eftir mikið erfiði vegna opins glugga sem orsakar mikinn kulda í svefnherberginu kemst ég að glugganum, sé blá blikkljós lögreglumenn með gasgrímur og allt að gerast. Þá loksins átta ég mig á þvi að það er eitthvað að gerast í alvöru, hef sjaldan verið eins snögg að loka öllum gluggum og ræsa alla ofna húsins í botn, kveikja á textarvarpinu ræsa tölvuna og allt það sem fólk gerir þegar það lendi í óviðráðanlegum aðstæðum. Kveiknað í niður í Klettagörðum og dekkjareykur leggst yfir hverfið. Ákveð samt að panikera ekki . Fer bara aftur upp í og reyni að sofna. Það reyndist ógerningur þar sem vinir mínir hjá lögreglunni gjallarhornuð í götunni á ca. hálftíma fresti að við ættum að vera tilbúin til brottflutnings. Hvað þýðir tilbúin til brottflutnings ??? Ég er ekki ennþá búin að komast að því, við vorum allaveg bara heima í nótt í eitugufunum og enginn kom og náði í okkur. Varð hugsað til hins fólksins í húsinu sem eiga krakka, kannski var öll fjölskyldan búin að klæða sig og tilbúin til brottflutnings.....
Klukkan 7 í morgun eftir að hafa dottað í svona klukkutíma í nótt hélt ég af stað í eiturgufunum í skólan til að fara í próf sem byrjaði klukkan 9. Get ekki sagt að árangurinn hafi skilað sér á prófblaðið held að ekkert hafi komist á það nema einhverjar óþjóðhagfræðilegar svefngalsa skilgreiningar
Eftir prófið tók við einn erfiðasti vinnudagur sögunnar vegna svefnleysis en ég komst í gegnum þetta allt saman
er núna komin heimí heiðadalinn búin að lofta út og allt er tilbúið fyrir vonandi mjög svefngóða nótt ;)

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Nýji fjölskyldumeðlimurinn

Hæbb allir stórir og smáir
Allt komið á kaf í snjó í borginn og jólastemminginn á næsta leiti
ég aftur á móti ákvað að leggjast í rúmið í einhverri flensu öllum til mikillar undrunar að ég skuli verða veik, kom samt ekki alveg á besta tíma þar sem síðustu tímarnir í skólanum voru í þessari viku jújú prófin byrja á þriðjudaginn jibbi
en að allt öðru nú er hann Óli minn orðinn þrítugur og það sést nú ekki mikill munur nema að hann hafi kannski eitthvað stækkað :) Afmælisveislan á laugardagskvöldið heppnaðist að öllu leiti mjög vel allir voru glaðir og góðir.Ella stóð sig alveg eins og hetja sem skreytingameistari og veislustjóri Takk fyrir það. Rosa gaman að sjá hvað það gátu margir komið, videóið úr veislunni er náttúrulega bara snild og verður örugglega gaman að geta varpað því á vegg þegar drengurinn verður 40 ára :) Íbúðin okkar lýtur núna út eins og áfengis og blómaverslun
Var næstum búin að gleyma að minnast á nýja fjölskyldumeðliminn, hann Sel, sem er gullfiskur og er hann hressilegur í dag eftir að hafa verið nær dauða en lífi í gær. Við vissum hvernig átti að sjá um hann þetta grey skyldum ekkert í því hvað hann var alltaf að gera á yfirborðinu, þá vantaði hann víst bara nýtt vatn. Hefði verið gaman að setja mynd af honum hérna með en ég kann það bara ekki
bæbb
katrín