Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

föstudagur, júní 18, 2004

Þá er þessi vinnudagur alveg að verða búinn, langt síðan dagur hefur verið svona lengi að líða. Búin að vera aðeins að redda vinum og vandamönnum í dag gardínurnar hennar Árnýjar komust í gegn óskemmdar sem betur fer svo nú getur hún hengt gömlu en hreinu og ný styttu gardínurnar upp áður en hún flytur inn :) Hlakka til að komast heim og er staðráðin í því að vera í kæruleysiskasti í kvöld bara sleppa því alveg að læra en byrja snemma í fyrramálið. Bara 6 dagar eftir(vonandi)
af þessari önn

Nú er maður löngu komin heim úr vinunni rosa sybbin en er samt að fikta í tölvuni í stað þess að leggja sig. Ég er nú bara að sjá hvort ég géti þetta hjálparlaust, að skrifa hér sko. Ágætis vinnudagur allt gekk upp var smá að pirra Valla verkstj. en það var allt í góðu held ég taki við af honum áður en langt um líður, samt veit maður aldrei gæti verið komin í allt aðra vinnu fyrr en varir! Nú ætla ég að smella mér í sturtu þar að fara svo aðeins upp í vinnu sækja svo Kötu mína í vinnuna og fara svo í búðir með henni og á kaffihús örugglega ofsafínt!!!!!!!!! (hum hvad átti ég nú að gera tilað vista?)

Góðan dag
Ofsa var erfitt að vakna í morgun. Fórum á Grillið að borða í gær út af 40 árunum og það tók næstum fimm tíma að borða sem var algjör snild en rosalega fínn matur og þjónusta. Fengum sér útbúin eftirrétt sem voru köku hjörtu og flamberuð jarðaber ummm... :)
Skemmtilega að það voru brúðhjón í salnum líka og þeim fannst mjög merkilegt að fyrir 40 árum voru Jón og Gulla í sömu sporum og þau :) Eftir matinn fór allt gegnið til Ellu að horfa á þessu geggjuðu heimildamynd um heiðurshjónin og við komumst að því að það gæti alveg gengið upp að gera fleiri svona því viðtökurnar voru frábærar við skutluðum svo afmælisbörnunum heim sælum og sætum eftir vel heppnaða kvöldstund.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Hæ hó jibbí komin 17. júní. Það var nú sofið frameftir hér í dag, enda var vakað fram eftir nóttu við bíómyndagerð. Ég, Kata, Ella sys og Bjarki vorum að gera leikna "heimildamynd" um pabba og mömmu sem eiga nebblega 40 ára brúðkaupsafmæli í dag. Við skemmtum okkur konunglega við þetta og erum auðvita hæst ánægð með árangurinn, svo er stefnan sett á frumsyningu í kvöld eftir að við förum á Grillið út að borða í tilefni dagsins þar sem þau trúlofuðu sig skötuhjúin. Meira en 40 ár með sama maka, magnað ég vona að við hér verðum svona lánsöm. Nú er England Sviss í imbanum á EM og ég ætla að horfa á það. Ok bæ!!!!!!!!!

miðvikudagur, júní 16, 2004

Stuttur skóladagur í gær þvílíkt fínt allir heim að horfa á fótboltan Þýskaland og Holland mættust í annars ágætum leik mínir menn hefðu samt mátt bæta við á loka mínutunum svona í anda annrra leikja á mótinu. Vorum að spá í að vera dugleg og fara í göngutúr en ákváðum svo að það væri betra að glápa á imban. Geggjað fínn þáttur um metallicu á Poptíví, ég verð, bara verð að eignast hljómsveitarbol fyrir tónleikana svo ég verði mér ekki til skammar í bleikum hlýra bol eða einhverju álíka :)

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég var nú alveg búin að gleyma þessari góðu síðu okkar hjúana en núna verður vonandi breyting á :)
Það hefur nú ýmislegt drifið á dagana síðan í janúar
Erum nýkomin úr ferð með Í.G fórum í rafting niður Þjórsá og gistum svo á Geysi ofsalega huggulegt í glampandi sól og blíðu. Ég get ekki beðið eftir að þessi blessaði skóli klárist ég og fleiri bekkjasystkin að missa geðheilsuna að þurfa að hanga inn í skólastofu þanngað til sólin er sest sérstaklega eins og veðrið var í síðustu viku en það er bara hálfur mánuður eftir jibbí
Reyndar veit ég ekki hvort það tekur eitthvað betra við þá jú reyndar sumarfríið en það byrjar á því að teknir verða úr mér hálskirtlarnir og var ég að heyra alveg hrikalega sögu af einum sem lét gera það hann dó á skurðaborðinu 2 sinnum og þetta var í rúman mánuð að gróa hjá honum því má ég alls ekki vera að því ég er að fara norður í land í miðvikudaginn á eftir og beint á landsmót og svo tónleikarnir og svo og svo ......
En annars höfum við það alveg frábært