Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Þá er farið að hausta í borginni aðeins 5°c í morgun og skólinn byrjaður, sem er bara ansi hreint skemmtilegt. Frá síðustu færslu hefur nú ekki mikið verið brallað en þó eitthvað smá.
Fengum eina svefnlaust nótt vegna gleðiþarfar nágrannans, en núna er búið að gera nýjar vúdu-dúkkur svo ég held þetta komi ekki til með að gerast aftur, svo er víst til eitthvað sem heitir lögregla sem er hægt að hringja í. Og við græddum nú smá á þessum látum hans vorkunar London-lambs veislu hjá tengdó svo núna er hugmynd um að hringja öðru hvoru í Ljósheimana og láta vita að svefnlausum nóttum :)
Á fimmtudagskvöldið var svo haldin fyrsti formlegi fundur ferðafélagsins Fimm fræknu og mættu Keli og Beggi í Vallargerðið og Halldóra var símtengd við okkur. Núna er áætlunin orðin nokkuð klár og svo er bara að bíða í ca 40 daga í viðbót :) Ég er reyndar komin í huganum til Hamborg, búin að liggja á netinu að skoða allt milli himins og jarðar, þetta er bara ansi hugguleg borg. Við fengum svo á föstudaginn Gumma, Alex og fjölskyldu í mat sem heppnaðist ofsa vel. En Alex er einmitt frá Hamborg og au-pairin þeirra líka. Svo núna vitum við hvar aðal djamm- og verslunargöturnar eru. Hvað er möst að skoða og hvar borgar sig ekki fyrir konur að vera einar að þvælast og hvar göturnar eru sem eru bannaðar konum.
Við fórum svo í algjöra dekurferð á laugardaginn til Hafnar í Hornafirði í sumarbústað. Ætluðum að koma til baka á sunnudaginn en gátum ómögulega yfirgefið dekrið fyrr en á mánudag.
Jón og Gulla voru sem sagt með sumarbústað þarna í viku og vorum við einu sem nenntum að keyra svona langt, þess vegna fengum við dekur fyrir ca 15 sem er alveg prýðisgóður pakki.
Ég mætti svo galvösk í skólan í gær, gaman að hitta alla aftur. Sumir eru búnir að vera súper duglegir og vera í skólanum í allt sumar, þau voru samt þreytulegri heldur en við sumarfrísfólkið
sem sátum extra einbeitt að hlusta á fyrirlestur í aðgerðagreiningu :)
Látum þetta nægja í bili
Auf widershen

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Jæja þá er fyrsti næturgesturinn búin að koma í Vallargerðið og það var auðvitað gestur nr 1 sem fékk þann heiður. Þurfti reyndar að sofa á dýnu innan um allskyns dót en vonandi hefur það ekki haft áhrif á nætursvefnin. Hún stakk allavega ekki af eftir fyrri nóttina. Stórir hlutir voru framkvæmdir á meðan heimsókninni stóð, búið að panta og borga ferð til Köben. Við fimm fræknu ætlum sem sagt að fljúga til Köben og keyra til Hamborgar, gista tvær nætur kaupa ódýran bjór og annað sem þarf til að þorna ekki upp í svona ferð og fara svo aftur til Köben og vera þar í 5 daga í íbúð. Spennan er byrjuð að myndast í Vallargerðinu þótt það séu heilar átta viku í þetta farið að hugsa um hvaða töskur á að taka og svona :)
Við hjúin skelltum okkur svo á 10 ára afmæli Loftkastalans á föstudaginn, sáum Bítl, og fengum frían bjór og snittur. Sáum þegar gestur nr. 500.000 var krýndur, voða mikið gaman. Og haldið ekki nema við gömlu höfum svo rölt okkur á öldurhús á eftir, þar sem var mikið um dýrðir. Laugardagskvöldinu var svo varið í félagsheimilinu Dreng í 60 ára afmæli hjá Kiddý, þar var að vanda mikið um elskuleg heit og góðan mat. Hápunkturinn náttlega þegar Harley Davidson hjól kom keyrandi upp að og gamla var sett í leðurgallan og skellt aftan á, draumur til margar ára uppfylltur. Hver segir svo að draumar rætist ekki alltaf. Þegar hún kom til baka var hún með fast bros hringinn. Við héldum svo bara heim á leið og ég ökumaður kvöldsins fór svo bara í bólið en gamli hélt í bæinn, til að hitta Frikka og Ragga sænska, sem er reyndar þess virði að drösla sér í bæinn til að hitta :)
Framkvæmd dagsins var svo að fara í kaffi til mömmu og sækja eitthvað af kössunum mínum sem virðast vera frekar endalausir. Veit ekki alveg hvaðan allt þetta dót kemur, hef allavega ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þetta allt. Ætli ég verði ekki bara að fara að finna mér stærri íbúð kannski með tvöföldum bílskúr til að geyma dót. Samt verður örugglega gaman að fara í gegnum þetta, rifjast örugglega einhverjar gleymdar minningar upp.
En núna er efst í huga ferðalagið mikla og náttlega að skólin er að byrja eftir rúma viku

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Dagbókarfærsla

24. júli
umbreyting á lífinu í Vallargerðinu uppþvottavél tekin í fóstur (takk Sigrún). Vá þvílíkur munur það er alveg á hreinu að svona tæki ætla ég að eignast :)

verslunarmannhelgin
Haldið af stað á Tvistað á Tálknó
Héldum að við myndum lenda í mótmælum vörubílstjóra en sluppum við það. Allt gekk ofsa vel fyrir sig þanngað til við komum í Gufudal, og já ég var að keyra og allt í einu bara eitt hjól undir tjaldvagninum. Stoppuðum í snarheitum og stukkum lipurlega út, hmm en hvar er dekkið. Fundum dekkið ekki en vorum með varadekk, en hvernig festir maður dekk ef það eru engar rær ? Næst var að leita af einhverjum til að hjápa já, sniðugt að segja frá því að þegar við vorum þarna við veginn að leita að dekkinu og vagninn á einu, þá keyrðu nokkrir framhjá og þeir einu sem stoppuðu til að athuga hvort allt væri í lagi voru útlendingar, svo þá vorum við eiginlega búin að missa trú á vorri íslensku þjóð. Til að fá rær ákváðum við að renna heima á næsta bæ, vorum nú ekki mjög jákvæð en hvað haldið þið nema í Fremri Gufudal búi einn indælasti maður sem ég hef hitt, þarna lá hann á fjórum fótum í 200 fm skemmunni sinni að leita af þrem róm fyrir okkur og við erum að tala um að tala um ekta skemmu með ekkert á sínum stað. Hann fann einhverjar rær en það þurfti eitthvað að breyta þeim svo hann smellir á sér suðugleraugunum og reddar því, kom svo með okkur að vagninum, setti varadekkið undir skrúfaði rærnar, setti vagninn aftan í bílinn, hljóp út í kjarrið og fann dekkið :) ótrúlegur maður, bara eyddi í okkur einhverjum 3 tímum í miðjum heyskap.
Komust eftir þetta án frekari skakkafalla á Tálknó.
á laugardaginn komu svo stelpurnar til að taka þátt í hátíðunum þrem, tvistað á Tálknó, beilað á Bíldó og Poppað á Patró og í fáum orðum klikkuð þessar hátíðir ekki. Kolla og Bóbó fá þó mest lof fyrir að halda uppi stuðinu :)
Heimferðin á sunnudaginn gekk svo alveg glimmrandi vel
Við vorum svo með létt vöfflukaffi á mánudeginum fyrir vini og vandamenn
2-7 ágúst
Reyndist verða hin besta vika róleg og góð
Stelpurnar úr skólanum komu í kaffi, voða gaman að hitta þær aftur og núna er ég bara farin að hlakka til að fara í skólan aftur
Elli kom á föstudagskvöldið og setti upp ljós, fékk snæðing í staðinn
Á laugardaginn var stefnt á að fara í afmæli á Eyrabakka svo ég hendist í Smáralindina að kaupa afmælisgjöf, og það er þetta með mig og þetta hús það fer alltaf allt að snúast í hausnum á mér þegar ég kem þarna inn, fann samt eitthvað sem ég vona að hafi virkað. Óli var svo að vinna lengi þannig að við fórum ekkert. Bjuggum til þessa fínu rómómáltið, kerti og svona og dinner-tónlist, sem við hækkuðum í botn sökum bassataktar úr íbúðinni móti frekar erfitt að borða ekki á fullum hraða með svona takti. En hvað haldið þið nema það hafi bara verið búið að rýma pleisi klukkan hálf tólf :) ég held að vúdu-dúkkurnar hennar tengdamömmu séu eitthvað farnar að virka.
Á sunndaginn í vonda veðrinu fórum við svo á Eyrabakka, þar voru allir hressir og kátir, og fengum við ansi fínar krásir.
8. ágúst
Haldið nema að við séum búin að vera skötuhjú í 6 ár í dag ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða og ég held bara að við höfum bæði komist ágætlega frá þessu, eitt og eitt grátt hár í viðbót en annað í góðu lagi :)
Gulla, Jón og Ella tengda-amma komu í mat og allt heppnaðist á besta veg eða það fannst okkur allvega, vona að þau séu sammála