Þá er farið að hausta í borginni aðeins 5°c í morgun og skólinn byrjaður, sem er bara ansi hreint skemmtilegt. Frá síðustu færslu hefur nú ekki mikið verið brallað en þó eitthvað smá.
Fengum eina svefnlaust nótt vegna gleðiþarfar nágrannans, en núna er búið að gera nýjar vúdu-dúkkur svo ég held þetta komi ekki til með að gerast aftur, svo er víst til eitthvað sem heitir lögregla sem er hægt að hringja í. Og við græddum nú smá á þessum látum hans vorkunar London-lambs veislu hjá tengdó svo núna er hugmynd um að hringja öðru hvoru í Ljósheimana og láta vita að svefnlausum nóttum :)
Á fimmtudagskvöldið var svo haldin fyrsti formlegi fundur ferðafélagsins Fimm fræknu og mættu Keli og Beggi í Vallargerðið og Halldóra var símtengd við okkur. Núna er áætlunin orðin nokkuð klár og svo er bara að bíða í ca 40 daga í viðbót :) Ég er reyndar komin í huganum til Hamborg, búin að liggja á netinu að skoða allt milli himins og jarðar, þetta er bara ansi hugguleg borg. Við fengum svo á föstudaginn Gumma, Alex og fjölskyldu í mat sem heppnaðist ofsa vel. En Alex er einmitt frá Hamborg og au-pairin þeirra líka. Svo núna vitum við hvar aðal djamm- og verslunargöturnar eru. Hvað er möst að skoða og hvar borgar sig ekki fyrir konur að vera einar að þvælast og hvar göturnar eru sem eru bannaðar konum.
Við fórum svo í algjöra dekurferð á laugardaginn til Hafnar í Hornafirði í sumarbústað. Ætluðum að koma til baka á sunnudaginn en gátum ómögulega yfirgefið dekrið fyrr en á mánudag.
Jón og Gulla voru sem sagt með sumarbústað þarna í viku og vorum við einu sem nenntum að keyra svona langt, þess vegna fengum við dekur fyrir ca 15 sem er alveg prýðisgóður pakki.
Ég mætti svo galvösk í skólan í gær, gaman að hitta alla aftur. Sumir eru búnir að vera súper duglegir og vera í skólanum í allt sumar, þau voru samt þreytulegri heldur en við sumarfrísfólkið
sem sátum extra einbeitt að hlusta á fyrirlestur í aðgerðagreiningu :)
Látum þetta nægja í bili
Auf widershen
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home