Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, júní 21, 2005

JAFNRÉTTI ????

Halló !!!!!!

Núna er ég búin að komast að því að það skiptir máli hvort þú ert kona eða karl í ansi mörgum atriðum, reyndar ekkert stór hlutur sem opnaði augun á mér en samt.
Þannig er að BYKO sendir "öllum" sem eignast nýtt heimili innflutningsgjöf sem er eitthvað ljós og afsláttakort í búðum undir þeirra hatti. Núna kemur svona bréf heim til OKKAR í Vallargerðið stílað á Hr. Ólaf Jónsson og neiiii ekki á mig. Afsláttakortið sem fylgdi með líka bara á nafninu hans Óla ekki mínu. Ótrúlega bjánalegt þar sem ég á samkvæmt öllum skjölum helming í þessari blessuðu íbúð. Svo er ég búin að ræða við fólk í kringum mig og þá kemur í ljós að ef kona og karl eru að kaupa saman þá fær karlinn gjöfina en ef kona kaupir íbúð ein þá reyndar fær hún svona kort í pósti. En ég hélt að við værum einhvern vegin vera komin yfir þetta í íslensku samfélagi sem alltaf er að gorta yfir hvað við séum komin langt í jafnréttishugsun. Yfirmenn BYKO verða að fara að átta sig á því að konur fara alveg eins út í búð að kaupa skrúfur þótt þær eigi karl heima.


Katrín jafnréttissinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home