Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, júní 20, 2005

Hæbbs
Það rignir og það rignir sem er gott fyrir gróðurinn en ég kunni betur við sólina.

Ég fór nú ekki í neina langferð þessa helgina eins ég ætlaði, nennti ekki að þvælast ein vestur og það var þoka og suddi fyrir norðan svo sólin hérna heillaði meira. Óli og félagar lögðu land undir fót og gekk ferðin vel í báðar áttir, mér skyldist að þynkan hefði samt aðeins verið að þvælast fyrir á leiðinni heim :)
Ég smellti mér á fimmtudagskvöldið í mæðgnastund til mömmu, ég var ekkert smá ánægð með að hafa fjárfest í lykli í göngin því röðin hinu megin var langt niður í göng og fyrir fólk eins og mig er það hættulegt en ég brunaði bara á mínu hraða án þess að stoppa :) það var alveg æðislegt hjá mömmu sem reyddi fram nautalundir með öllu tilheyrandi eftirmatinn borðuðum við svo um miðnættið, eins og alltaf var ég afvelta af áti. Komst ekki af stað í bæinn aftur fyrr en um þrjú um nóttina. 17 júní kom svo með öllu sínu hæ hó o.s.frv. glampandi sól og blíða, ég er náttlega svo ófélagslynd að ég ákvað bara að hanga á svölunum heima og sóla mig þrátt fyrir samveruboð frá ýmsum. ákvað nú samt að drífa mig í grill upp í Mosó um kvöldið, fékk ofsafínan mat og skemmtilegt spjall :)
Laugardagurinn fór svo í 50 ára afmæli Júnu og Fríðu upp á Skaga það er ótrúlegt hvað þær heiðurskonur geta galdrað fram mikið af góðgæti sem sínir sig best í því að við mættum kl 3 og fórum ekki fyrr en milli sjö og átta. Óli skilaði sér svo á Skagan en kom aðeins of seint í rjóman :)
Heiða, Kiddi og Helena komu svo um heimsókn um kvöldið, og við svo hátíðleg tækifæri verður að opna rauðvín og eitthvað af bjór, endaði reyndar með að blandarinn var kominn af stað líka :)
Við fórum reyndar ekkert í bæinn enda var ég ennþá að jafna mig eftir atburði síðust helgar og hef ekki í hyggju að fara í bæjardjamm alveg strax. Ég verð bara búin að spara mig áður en þau koma næst í borgina svo ég verði upplögð :)
Sunnudagur til sælu held ég að sé skráð í einhverjum merkum bókum eða allavega lifið ég eftir því geri nákvæmlega ekkert nema það sem mér finnst skemmtilegt á sunnudögum. Í gær á rigningadeginum mikla var það lestur bókar og nóakroppsát sem stóð hæst.

best að fara að ganga frá hérna í vinnunni og halda út í rigningun
bæbbs

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home