Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Heitt !!!

Góðan dag góðir farþegar, við munum nú lenda í Reykjavík og hitinn er 17°c hver myndi trúa því ef hann væri ekki að upplifa það sjálfur. Það er alveg rosalegt hvað það er heitt kíkti á mælinn hérna í vinnunni það er um 30°c jebb bara sólarstandastemmingin nema það er ekki æskilegt að ég fækki fötum of mikið hérna :) Svo þegar ég byrja í sumarfríi í byrjun júlí þá byrjar örugglega að rigna, en það er víst svo gott fyrir gróðurinn.
Ég er eiginlega búin að taka ákvörðun um að fara ekki á ísó um helgina, en er í staðinn að spá í að skella mér á Sauðárkrók þar sem verður haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins verður örugglega mikið um dýrðir svo er það hinn möguleikinn að vera bara heima og reyna að komast í gegnum nokkra kassa og kannski reyta illgresi úr garðinum það er víst að af nógu að taka

Best að reyna að einbeita sér af þessari vinnu í smá stund
Þanngað til næst
bæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home