Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, júní 09, 2005

zzzzzzzzzzz.......

Sælt veri fólkið !

Vá.. hvað ég er búin að sofa vel síðustu nætur í mínu rúmi og minni íbúð. Þetta ótrúlegt, glugginn opinn alla nóttina og ekkert heyrist nema fuglasöngur, enginn strætólæti eða bílaniður
Við vorum einmitt að velta þessu fyrir okkur í gær, að það heyrðist ekkert og fengum svona smá sumarbústaðafíling. Svo núna erum við búin að komast að því að þegar okkur langar upp í sumarbústað þá er bara að leggjast upp í rúm og hlusta á þögnina :)
Það er allt að skríða saman í íbúðinni sumt hefur þó ekki fengið sinn stað ennþá, hef trú á að það gerist svona með tímanum, en það er allavega hægt að borða, sofa, wc-sig og setjast í sófan, en ég auglýsi hér eftir stólum við borðstofuborðið ef einhver lumar á þannig í geymslunni.
Það er búið að ákveða að fara í garðinn um helgina allavega slá ég veit ekki hvort það gerist eitthvað meira enda kemur það til með að breyta heilmiklu. Kannski ég vígi fínu garðhanskana sem ég fékk í innflutningsgjöf :)
En ég ætlaði sem sagt bara að láta ykkur vita hvað mér líður ofsavel á nýja staðnum :)
kv
Katrín

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home