Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Grill

Hæbbs

Eins og glöggir lesendur geta séð þá er nú ekki búið að vera mikið að gera í vinnunni hjá mér undanfarið, en það styttist nú í mánaðarmótin svo þetta fer að breytast (Thu Thi Nguen hef þig í huga núna). Í gær vann ég bara hálfan daginn eins og fín frú enda var veðrið alveg frábært. Þegar ég kom heim var minn ástkæri unnusti búinn að kynda nýja grillið sitt og hafa til hádegismat, er hægt að hugsa sér eitthvað betra en sitja á svölunum í sólinni og borða grill í hádeginu :) Eftir smá afslöppun var ákveðið að setja í sig rögg og fara í garðinn, og hvað haldið nema það sé seinhleðsla hjá okkur út við götu, eitthvað sem var algjörlega falið í fíflum og það eru blómabeð á ýmsum stöðum undir grasinu inn í garðinum. Reyndar ekki allt komið í ljós en svona smá farið að koma mynd á þetta. Elli kom svo með kerru sem nánast fylltist bara að fíflunum sem voru meðfram götunni, ég komst að því að Elli er með strá-kústspróf sýndi ótrúlega takta á kústinum :) Aðrar garð framkvæmdir bíða svo betri tíma. Húsbóndinn skellti svo borgurum á grillið og ekta sumarstemming myndaðist þegar Keli og Sif bættust í hópinn til að borða með okkur, Kolur greyið fékk samt ekkert. Halla okkar kom svo í til að fá sér kaffisopa með hópnum. Svo gaman að hafa húsið fullt af fólki og náttlega dýrum :)

1 Comments:

At 22 júlí, 2005 11:39, Anonymous Nafnlaus said...

ekki gat ég séð neitt inn á reikningum mínum, frekar en fyrri daginn. thu thi nguen

 

Skrifa ummæli

<< Home