Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Jæja þá er fyrsti næturgesturinn búin að koma í Vallargerðið og það var auðvitað gestur nr 1 sem fékk þann heiður. Þurfti reyndar að sofa á dýnu innan um allskyns dót en vonandi hefur það ekki haft áhrif á nætursvefnin. Hún stakk allavega ekki af eftir fyrri nóttina. Stórir hlutir voru framkvæmdir á meðan heimsókninni stóð, búið að panta og borga ferð til Köben. Við fimm fræknu ætlum sem sagt að fljúga til Köben og keyra til Hamborgar, gista tvær nætur kaupa ódýran bjór og annað sem þarf til að þorna ekki upp í svona ferð og fara svo aftur til Köben og vera þar í 5 daga í íbúð. Spennan er byrjuð að myndast í Vallargerðinu þótt það séu heilar átta viku í þetta farið að hugsa um hvaða töskur á að taka og svona :)
Við hjúin skelltum okkur svo á 10 ára afmæli Loftkastalans á föstudaginn, sáum Bítl, og fengum frían bjór og snittur. Sáum þegar gestur nr. 500.000 var krýndur, voða mikið gaman. Og haldið ekki nema við gömlu höfum svo rölt okkur á öldurhús á eftir, þar sem var mikið um dýrðir. Laugardagskvöldinu var svo varið í félagsheimilinu Dreng í 60 ára afmæli hjá Kiddý, þar var að vanda mikið um elskuleg heit og góðan mat. Hápunkturinn náttlega þegar Harley Davidson hjól kom keyrandi upp að og gamla var sett í leðurgallan og skellt aftan á, draumur til margar ára uppfylltur. Hver segir svo að draumar rætist ekki alltaf. Þegar hún kom til baka var hún með fast bros hringinn. Við héldum svo bara heim á leið og ég ökumaður kvöldsins fór svo bara í bólið en gamli hélt í bæinn, til að hitta Frikka og Ragga sænska, sem er reyndar þess virði að drösla sér í bæinn til að hitta :)
Framkvæmd dagsins var svo að fara í kaffi til mömmu og sækja eitthvað af kössunum mínum sem virðast vera frekar endalausir. Veit ekki alveg hvaðan allt þetta dót kemur, hef allavega ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þetta allt. Ætli ég verði ekki bara að fara að finna mér stærri íbúð kannski með tvöföldum bílskúr til að geyma dót. Samt verður örugglega gaman að fara í gegnum þetta, rifjast örugglega einhverjar gleymdar minningar upp.
En núna er efst í huga ferðalagið mikla og náttlega að skólin er að byrja eftir rúma viku

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home