Sumarfrí 2
Gleðilegt sumar kæru félagar, núna skín sólin í Reykjavík og yfir 20 stiga hiti og hvað haldið þið ég búin í sumarfríi, alltaf jafn heppin.
Sumarfríið var samt ansi gott, við fórum í fjölskylduútilegu í Vatnsdalinn sem heppnaðist í alla staði vel nema veðrið hefði mátt vera betra, skil ekki alveg hvar þessi blessaða blíða sem ALLTAF er í þessu dal hélt sig þessa helgi. Það var reyndar talað um að draugurinn Skinnpylsa væri orsökin fyrir að tjöldin hristust en ég veit ekki alveg hvaða fyrirbrigði stjórnaði vatninu sem kom af himninum. Mótið var haldið í tilefni af 85 ára afmæli höfuðsins og því tilheyrandi að láta fylgja mynd af henni
Eftir þetta skemmtilega mót fórum við á Mývatn og hvað haldið þið, rigning, en rosa hlýtt, Náðum í Gumma sem var á svefnbílnum þar, til að spila UNO og éta harðfisk fram eftir nóttu. Sváfum alveg rosalega vel á mývatni, riging hefur nebblega svæfandi áhrif þegar hún smellur beint á tjaldvagn. Þegar við loksins komum okkar af stað enduðum við á Egilsstöðum. Komum reyndar við á Möðrudal þar sem hann Villi fyrrverandi sambýlingur er búin að reisa rosaflott hús mæli með að allir sem eiga leið þarna um taki á sig 8 km. krók til að kíkja. Geggjað góðar kleinur og kaffi :)
Kvöldrúnturinn var svo á Dalatanga, æðislega fallegt að keyra ofan í Mjóafjörð og svo er keyrt og keyrt og þá allt í einu þorp, Brekkuþorp, ótrúlegt. Er ekki alveg viss um að ég gæti búið þar því það er örugglega ekki hægt að komast akandi nema svona 3 mánuði á ári. En það voru hlið á leiðinni og sumir nutu sín betur en aðrir að fá að hlaupa út að opna.
Daginn eftir fórum við á Fáskrúðsfjörð að heimskækja að Heiðar og fjöl, frúin var reyndar ekki heima en drengurinn reyddi fram kaffi og með því alveg einn og óstuddur. Mjög vinalegur bær og örugglega gott að búa allavega blómstar fjölskyldan og lætur sér líða vel. Næsta stoppustöð var Skaftafell þar sem aldrei þessu vant var hlýtt og sólarglæta, grillmaturinn þar fór nú eitthvað fyrir ofna garð og neðan en var samt vel ætur enda komið miðnætti þegar hann var framreyddur. Nú er kominn miðvikudagur í ferðasögunni og kominn tími á að skila þessum fína tjaldvagni sem hélt veðri og vindum alveg prýðilega svo við brunuðum í bæinn. Komum heim og frúin fór beint í bólið enda komin með einhverja flensu. Daginn eftir fórum við af stað á Ísafjörð í hitting hinna súru. Helgin heppnaðist með afbrigðum vel, takk fyrir góðan mat og skemmtun :) vonandi getum við endurtekið eða gert af árlegum viðburði að hittast og borða góðan mat saman :) :) Frábært ef allir gætu líka fórnað sér fyrir liðsheildina næst :) Bara svona til að sína veðurblíðuna sem er alltaf vestan er þessi mynd af okkur Halldóru í Skrúð Sunnudagurinn fór svo í heimferð og svo tók bara alvara lífsins vinna, garðyrkjustörf og mótorhjólaviðgerðir en ég veit ekki alveg hvernig það endar með viðgerðirnar því þó Óli sé mikið í skúrnum veit ég hvort það er mikið verið að vinna
1 Comments:
Já sumir fórnuðu sér betur en aðrir fyrir liðsheildina!
Takk fyrir góða helgi.
Skrifa ummæli
<< Home