Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Sumarfríið

Sumarfrí, þetta er bara yndislegt að þurfa ekkert að hugsa þegar ég vakna á morgnana nema kannski hvað ég eigi að fá mér í morgunmat eða meira svona hádegismat
Við erum búin að rúlla á landsmót í Tjarnarlundi,

ofsa fínt á fimmtudagkvöldinu, partý stemming langt fram eftir morgni. Ég fór svo á Ísafjörð á föstudeginum á fjölskyldumótið sem heppnaðist ofsa vel, góð mæting og allir í stuð
Óli kom svo á Ísó á laugardeginum alveg óvænt, kom akkúrat á kaffiboðið sem var haldið til heiðurs ömmu síðbúið 85 ára afmæli. Grillveisla um kvöldið inn á Búi, læri og tilheyrandi. Við röltum svo á stað heim til Hörpu en var kippt upp af tveim ungum drengjum og enduðum í partý hjá Magneu hans Njalla, þar sem stelpurnar voru að gera sig klárar fyrir stuðmannball, endaði svo með þvi að Sigrún og Halldóra fóru bara tvær á balllið en við hin sátum áfram að sumbli. Geggjað veður þegar við héldum heim á leið glampandi sól og blíða Harpa reyddi svo fram dýrindis hammara fyrir svefninn.

Næst á dagskrá var bröns á Engjaveginum, vel útilátið og frábært þau klikka ekki heiðurshjónin þar. Svo var bara að bruna í bæinn, eða Óli brunaði af stað á hjólinu en við Helgi héldum okkur á löglegum hraða. Þegar við komumst loksins í Bjarkalund var Óli þar búin að bíða í dálitla stunda en þá hafði verið bakkað á motórhjólið á bílastæðinu og konan stungið af. Lögreglan kom svo frá Patró tók bara rúmlega tvo tíma að bíða eftir þeim, löggan í Búðardal náði kellunni sem neitaði alfarið að hafa keyrt á nokkuð. En það eru vitni sem voru í Bjarkalundi svo vonandi verður þetta allt í lagi, það var samt ekki hægt að keyra hjólið svo við fórum í gær að sækja þaðMér finnst fólk vera fífl það er ekki eins og hún þurfi að borga heldur bara tryggingarnar.
Í dag komu svo Anna og fjöl í grill og svo var farið í 35 og 3 ára afmmæli hjá Ellu og Jón Kristni. Á morgun höldum við svo í Vatnsdalinn þar sem stórfjölskylduútilegan verður um helgina. Ætli við förum svo ekki eitthvað austur eftir helgina, hitta Heiðar og fjöl, Gummi verður svo í nágrenninu og kynnir okkur kannski fyrir þessum hluta landsins í ár eins og hann gerði í kringum Mývatn í fyrra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home