Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Tálknó 2005


Hæbbs
Er búin að vera að skoða Tálknafjörð undanfarið, þetta er hinn huggulegasti bær sem getur hentað vel til útilegu eins og sést á þessari smá mynd hér við hliðina(kunnti ekki að stækka hana) Ég held að þetta gæti hentað vel fyrir alla :) svo það verða eiginlega allir að mæta svo við verðum ekki bara tvö á tjaldstæðinu.
Ég fann upplýsingar um tjaldstæðið


Tjaldsvæðið í Tálknafirði er fallega staðsett við hlið sundlaugarinnar. Þar er hægt að koma með tjöld, húsbíla og fellihýsi. Á Tjaldsvæðinu er hægt að nálgast eldunaraðstöðu, þvottavél, rafmagn fyrir fellihýsi/húsbíla og fl.

Verðskrá tjaldsvæðis

Tjald í eina nótt: kr. 500.-
Fullorðnir eina nótt í tjaldi: kr. 300.-
Börn eina nótt í tjaldi (0-12 ára): Frítt
Ein notkun í þvottavél:* kr. 400.-
Rafmagn fyrir húsbíla/fellihýsi: kr. 200.-
Aðgangur að eldhúsi:** Frítt
*Aðgangur að þvottavél er allan sólarhringinn.
**Aðgangur að eldhúsi er aðeins á opnunartímum sundlaugar, nema gist sé í svefnpokaplássi íþróttahússins.
Sundlauginn virkar líka vera rosa fín
Það er bara smá spotti út á Látrabjarg, heit laug rétt innan við bæinn og svo flott að fara í siglinug út í Flatey(reyndar aðeins úr leið)
Þetta eru ekki nema rétt um 400 km frá Reykjavík og 160 frá Ísó (nennti ekki að finna frá fleiri stöðum) svo þetta eru engar vegalengdir.
Vona bara að allir mæti með verslóstemminguna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home