Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, janúar 26, 2004

Þá er þessi blessaði mánudagur að verða búinn
ekki að hann hafi verið neitt sérstaklega slæmur nema eitthvað gerðist í bílnum á leiðinni í vinnuna eins og risastór strengur eða eitthvað álíka slitnaði undan honum ég keyrði nú samt bara alla leið vona að ég hafi ekki skemmt neitt meira en þetta verðu vonandi lagað í kvöld :) Þorrablótið á Naustinu var alveg klikkað fínt fullt af mat og brennivíni og svo söngu og gaman á eftir, aðeins og miklil neysla vökva varð samt til þess að við komumst ekki í 3.ára afmæli hjá Arndísi Rán en vonandi hefur engum sárnað við það en við vorum betur geymd heima
Haldið ekki að kjötið sé komið í heima frystir nema hvað að hann Óli minn hafi drifið sig eftir því í gærkvöldi, svo nú loksins verður hægt að elda kjöt í karrý að hætti húsins og vitið nema meistari kjöt í karrýsins sé að kom á fimmtudaginn í borgina svo kannski verður hún til í að töfra réttinn fram á réttan hátt :)
Ég er búin að komast að því að þetta er ágætt að skirfa eitthvað bull hérna í staðinn fyrir að vera að læra eins og núna þá er tímakönnun á morgun í fjármálum þá ætti maður nú að vera að skoða bækurnar eða allavega að opna þær svona í fyrsta skipti í vetur en ég veit ekki það er eitthvað við þetta sem heillar mig meira en samt sem áður þá held ég að þetta sé gott í bili

laugardagur, janúar 24, 2004

jæja núna eru allir að verða tilbúnir á þorrablót ársins og verður líklegast haldið á Players á eftir ofsastuð
ennþá hefur ekkert gerst í að nálgast kjötið til siggu og er það af illskiljanlegum ástæðum en maður veit aldrei hvað gerist á morgun

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Það er allt mjög gott að frétta af okkur. Ég á að vera að lesa lögfræði en ákvað að það væri miklu skemmtilegra að reyna að fá þetta blogg til að virka og þar sem ég vissi ekkert hvað ég var að gera þá tók þetta ómældan tíma en virðist allavega farið að hanga inni. það er búið að vera ansi mikið að gera í skólanum undanfarið ég verð eiginlega að lesa eitthvað á hverjum degi til að halda í við kennarana sem halda að við höfum ekkert að gera nema lesa í þeirra fagi gleyma kannski stundum að allir eru í fullri vinnu og sumir meira segja með krakka og þannig en nú um það kvart
við erum að fara á þorrablót á laugardaginn á Naustinu með íslenska Gámafélaginu og það verður örugglega mjög fínt allavega hlakka ég mikið til það er svo langt síðan við höfum farið eitthvað út á lífið Um síðustu helgi var farið í skautahöllina með öllu genginu og var það ótrúlega gaman það fóru allir á skauta fyrir utan Jón og Jón fólk hafði misgóða tilburði og held ég að við heimilisfólki á Laugarnesveginum höfum skarað framúr í stíl :) Svo efitr skautana komu allir til okkar í heitt súkkulaði og með því rosafínn dagur
þá ætla ég að láta þetta bull nægja í bili þar sem þetta er bara prufa
kveðja til allra sem villast hérna inn og lesa
Katrín

Þá hefur það gerst að við höfum loksins já loksins fengið tengingu við umheiminn :)