Eftir ábendingu
sem ég fékk ákvað ég að það væri komin tími á að henda inn svona eins og einum pistli, aðalega til að láta að vita að við erum á lífi. En mér til varnaðar þá er komin önnur síða hér sem er reyndar kannski eitthvað svipað lifandi og þessi en hver veit nema það verði breyting á, lífið er víst fullt af supræsum
En annars hefur allt gengið sinn vanagang í Vallargerðinu, eftir langa þögn í teknói þá var smá gleði á föstudaginn, svo sem ekkert alvarlegt, endaði samt með einum gervihnattadisk og glugga út í garði og hálft svalahandriðið farið af hjá honum, en svo var bara allt dautt á laugardaginn sem betur fer þvi þá vorum við með miklar heiðurskonur í mat :) Blandarinn var aðeins settur í gang þegar fjölgaði í gestahópnum en svo fór ungdómurinn niður í bæ en við gömlu lögðumst til hvílu.
Ég er búin að eyða ansi miklum tíma í skólanum undanfarið og held að það sé ekkert að fara að breytast uppgvötaði í dag að önnin er hálfnuð og framtakssemin hefur ekki verið mikil í neinu nema BS-ritgerðinni og en samt er einhvern vegin ekkert að gerast í henni heldur skil þetta ekki alveg. Reyndar hefur heimilið breyst í námsheimili því óli er líka komin í skóla þrjá draga í viku, í sölu og markaðsnám, gengur alveg glimmrandi vel enda ekki við öðru að búast frá Vatnsdæling :)betra að reyna að fá smá bónusstig frá tengdafjölskyldunni.
Súrsætar hittust í sinni árlegu sumarbústaðaferð núna í september og gekk það með afburðum vel þó ég segi sjálf frá, var nebblega í undirbúnigsnefnd þetta árið. Hlaupið á Hólmó var fjölbreytt keppni og höfðu Gulir sigur í lokin, bleikir sýndu samt mikinn keppnisanda og munaði mjög mjóu að gellunum myndi fjölga um einn/eina í miðri sippkeppni :) Ætli þetta smá bull dugi ekki til að halda lesendum við efnið að svo stöddu, ég hélt nú reyndar að það væru engir lesendur fyrr en mér barst þessi ábending :)
Gleymdi reyndar að tjá ykkur óeðlilega löngun mína til að fara á sólarströnd þessa dagana, dreymir orðið á hverri nóttu strandir, hlýjan sjó og kokteila, sem er ansi skrítið því ég er nú ekki mesti sóldýrkandi í heimi þar sem ég bara verð rauð aldrei brún í sólínni og líður illa í hitanum, kannski þetta sé svona týpískt dæmi að langa í eitthvað sem mann ekki getur fengið
venlig hilsen
Katrín
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home