Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, janúar 31, 2005

Vel nýttur sólarhringur :)

Gott kvöld
í þættinum í dag verður fjallað um...... datt bara allt í einu í hug hvað það væri nú gaman að sjá einn gamlan og góðan nýjasta tækni og vísindi þátt, það var nú áður fyrr í old days þegar sjónvarpið var fræðandi
En hvað um það þessi helgi var nú alveg hreint bara ágæt
Var með einhvern flensubróðir á föstudaginn og fram eftir á laugardag, náði samt að horfa á idol og þannig, veit ekki alveg hvað er með íslensku þjóðina hún virðist bara vera of smá til að geta haldið almennilegt söng- idol við eru víst öll svo hlið holl okkar bæjum að útkoman verður hreint undarleg, fyrir utan það að þessi þáttur var náttúrulega hreinasta hörmung í heildina
En eftir að ég var búin að jafna mig á þessum ósköpum og hanga í sófanum og ná úr mér flensunni á laugardaginn þá ákváðum við hjúin bara að skella okkur í sveitina til Dóru, búið að þrífa pottinn og svona, svo þarna mættum við galvösk og auðvitað var maturinn tilbúin þegar við komum eins og þetta á að vera þegar húsmæður í sveit taka á móti gestum. Sem sagt vellystingar og æðislegheit hjá Dóru, spiluðum, drukkum ansi skrítna kokteila sem húsfreyjan galdraði upp úr blandaranum, (ég vil benda lesendum þessara síðu á að ef hún Halldóra okkar ætla að bjóðar ykkur eitthvað grænt í glasi þá mæli ég með bara að afþakka án þess að smakka :) ), og fórum náttúrulega í pottinn sem var nú frekar í kaldari kantinum . Næst á dagskrá hjá okkur eftir góðan nætursvefn í skóginum var hádegisverður hjá mömmu. Ég er ekki frá því að einhver aumingjaskapur og hugarástand hafi verið að hrjá karlmennið, allavega þurfti hann að leggjast fyrir og hafa það aðeins hugglegt þegar við komum á Brúarflötina. Maturinn klikkaði náttúrulega ekki hjá mutternum frekar venju. Við vorum nú frekar södd þegar við lögðum af stað í Mosfellbæinn í afmæli hjá Ingu. Það er samt alveg ótrúlegt hvað hægt er að fórna sér þegar kökur og rjómi eru annars vegar því krásirnar runnu alveg ljúflega niður þrátt fyrir að það þyrftu að víkka um einhver göt á beltinu.
Sem sagt eftir að hafa verið að heiman í tæpan sólarhring var búið að áorka þessu öllu sem er ansi gott miðað við framtakssemina sem er yfirleitt á þessum bæ.


fimmtudagur, janúar 27, 2005

Gleðilegt ár og allt það

Hæbb
Gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir allar gamlar og góðar stundir, betra er seint en aldrei að koma þessum frasa frá sér. Það hefur nú allt gengið sinn vanagang hér á Laugarnesveginum síðan fyrir jól þegar síðasti pistill var settur inn. Jólin voru hátíð matar eins og alltaf og áramótin líka hátið matar, svo núna er fötin sem voru keypt í USA hætt að passa og allt í vitleysu. En ég kann nú ráð við því, ætla að skella mér í helgarferð til London í feb. og þá er aldrei að vita að ég geti stækkað fataskápinn eitthvað. Þetta er nú reyndar kannski ekki mjög gott ráð en það má notast við það en þið kannski hnippið í mig ef ég verð ennþá að stækka fataskápinn þegar ég verð farin að nota tvö sæti í flugvélum :)
Skólinn er byrjaður hjá mér og hann byrjar alveg af krafti núna, búið að vera fyrst verkefnið sem hópurinn minn átti að flytja fyrir framan bekkinn sem er rosa snemmt miðað við undanfarið allavega. Svo ég er búin að vera frekar mikið í Ofanleitinu undanfarið
Það er samt búin að vera flullt að öðru búið að gerast, íbúðin er loksins komin á sölu en það hefur nú ekki mikið gerst nokkrir samt búnir að koma að skoða en engin tilboð :( Loksins komumst við til að sjá Hárið og héldum við upp á afmælið hans Begga í leiðinni og er ansi góðar myndir af þessu líka fína djammi á síðunni hennar Dóru :)
nú er víst komin tími á að reyna að elda eitthvað
ég reyni nú að vera eitthvað betri framvegis að skrá atburði okkar hér á Laugarnesinu
ég þarf samt að læra að setja myndir og linka á síðuna ef einhver treystir sér í að kenna mér það þá væri það vel þegið :)
kær kveðja