Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

sunnudagur, október 31, 2004

Halló halló
Hverning get ég látið þetta viðgangs hef ekkert látið heyra frá mér síðan fyrir USA þetta náttúrulega gengur ekki .
En ég er sem sagt komin heil á höldnu heim úr þessari prýðis góðu ferða til Ameríku sem stóðst fyllilega allar væntingar mínar og ég held allra gellana líka. Sumir versluðu náttúrulega meira en aðrir og var verslverðlaununum skipt systralega á milli tveggja, held ég fari ekki með fleipur. Vonadi verður bara hægt að skella sér í svona ferð sem fyrst aftur, örugglega æðislegt að spóka sig í Mallinu okkar í byrjum desember þegar jóladæmið er allt komið upp. Ferða saga hópsins með öllum skemmtileg heitunum birtist svo á síðu klúbbsins.
Á Miðuvikudagsmorgninum tók svo alvaran við. Það er alveg ótrúlegt hvað ég var dösuð og þreytt eftir ferðina, þetta hlýtur að vera þessi flugþreyta sem fólk talar svo oft um. Ég var bara í einhverjum öðrum heimi þangað til á föstudeginum. Á laugardeginum var óvissuferð í vinnunni sem snerist nú sem mest um að gefa okkur fljótandi brauð og svo brauð í föstu formi. Lögðum af stað kl 9:00 stundvíslega eins og ávallt þegar þessi hópur fer eitthvað og þá var förinni heitið á Þingvelli þar sem beið okkur morgunverður. Síðan var gengið um svæðið í kuldanum og voru allir bláir og sætir þegar loksins var komið í rútuna aftur, sem hafði ekki verið hituð á meðan á gönguferðinni stóð svo inn í henni var eiginlega kaldara en úti margir redduðu því með að skella í sig köldum bjór, virtist virka eftir einhverja stund. Fórum svo í Hvalfjörðinn og í hádegisverð á Módel Venus það var alveg fínt. Leiðin lá svo að Hraunfossum gengið um og skoðað. Reykholt var næsta stöð og þar biðu okkar vöfflur með tilheyrandi og tertur. Eftir það beið bærinn okkar og fengum við fínan mat á Kaffi Reykjavík og þar slógum við upp okkar eigin diskó. Ég hélt svo heim á leið sátt við lífið og tilveruna um kl 1 þegar allir voru að steyma í bæinn á Airwaves.
Síðasta vika er búin að vara smá veruleika sjokk allt í einu fattaðist að það á að skila tveim stórum verkefnum í skólanum í næstu viku og svo annað í þarnæstu viku. Ég lét það nú ekki aftra mér frá því að gera ýmislegt annað í vikunni ótrúlegt hvernig er hægt að finna sér eitthvað annað til dundurs en lærdóminn. Ég er samt búin að vera ágæt um helgina fórum reyndar í 40 ára afmæli til önnu systir hans óla í gærdag það var æðislega fínt veitingarnar klikkuð ekki þar frekar en fyrri daginn. Valdi var alveg á fullu ásamt pabba sínum að vinna í nýja húsinu þeirra til að hægt verði að halda partý afmælið eftir 3. vikur. En talandi um afmæli þá er búið að senda út boðskortin í stór afmælið á heimilinu. Ótrúlegt að eiga bráðum spússa sem er 30 ára, stutt síðan hann var bara 24 ára á Gauknum :) En svona líður tíminn hratt
Ég verð víst eitthvað að fara að kíkja í bækurnar
Hafið þið það öll sem allra besta þarna úti og verið góð hvert við annað :)

fimmtudagur, október 14, 2004

1 Dagur

Á morgun á þessum tíma verð á að ganga um flugstöð Leifs Eiríkssonar og úða á mig rándýrum ilmvötnum, velta fyrir mér raftækjum og kaupa eina CM og gera fullt að öðrum álíka uppbyggilegum hlutum ;)
Það er bara eitt próf núna sem stendur í vegi fyrir takmarkalausri tilhlökkun en hún verður komin eftir svona 3 tíma þegar ég verð búin að velja rétta krossa eftir ákveðnu kerfi sem er nefnt úllen dúllen doff-kerfið mjög háþróað og gefandi kerfi
Mig langaði bara aðeins að láta vita að þessari staðreynd að á morgun verð ég í USA bara ef það hefði farið framhjá eitthvað af lesendum þessarar síðu.
Í kvöld er stefna sett á að kíkja á tengdó sem voru að koma frá Spáni í morgun, það verður aðeins að tjekka á litnum á gömlu, skoða kannski fáeinar myndir og jafnvel láta ofan í síg eitt nammi :)
Hugsanlega verður líka skellt í sig einum bjór á ölduhúsum bæjarins með ferðafélögunum fer svona eftir hvernig gengur að pakka og þannig
en bara þanngað til næst sem verður örugglega í hinni STÓRU Ameríku
bæjó

miðvikudagur, október 13, 2004

2 DAGAR

Sælt gott fólk
Ég fékk vægt taugaáfall í morgun þegar Óli hringdi í mig og sagði að konurnar á skirfstofunni hjá sér fullyrtu að ég þyrfti að fá vegabréfsáritun áður en ég færi til USA og það tækji fjóra daga
FJÓRA daga en ég hef bara rétt tvo, þessar fimm mínutur sem liði frá því að ég talaði við Óla þangað til ég náði í Bandaríska sendiráðið voru eins og heil eilíf. Maginn kominn í hnút og allt í voða, ég búin að segja Heiðu að hafa engar áhyggjur því Icelandair hefði sagt að það þyrfti enga aukahluti með vegabréfinu
En allaveg náði ég svo í gegn og það reyndist vera rétta hjá henni Helgu ferðaumsjónarmanni að það dugir bara að hafa gamla góða vegabréfið fram til 26.okt. 2004 svo ef það eru einhverjir þarna úti eru að fara eftir það til USA þá endilega fáið ykkur nýtt vegabréf eða áritun :)
Haldið ekki nema mamma sé búin að selja Hlíðarveginn, ekkert smá fljótt að gerast fyrir vestan, frúin á að vera búin að losa 1.des. Kvíði dálítið fyrir að hafa ekki mömmu á Ísó en í framtíðinni verð ég bara að leita á náðir vina til að gista á Ísó :)
Ég verð nú að fara að finna tíma til að skella mér vestur það bara er einhvern vegin svo mikið að gera við að gera mest lítið :)
En nóg um þetta allt í bili
bæjó

mánudagur, október 11, 2004

Þvílíka hetjan sem ég var í morgun, haldið ekki nema ég hafi hjólað í vinnuna, hélt reyndar að ég kæmist ekki lengra en upp brekkuna hjá húsdýragarðinum en eftir mikið más og blás efst í henni þá gat ég haldið áfram. Það veitti nú ekki af að hreyfa sig eitthvað eftir allar kræsingarnar hjá Sirrý á laugardaginn :) Þetta var nú ansi skemmtilegur hittingur, ég fattaði að ég er greinilega ekki alveg búin að undirbúa mig nóg verslunarlega séð undir ferðina, sumar voru búnar að finna hvað átti að kaupa og í hvaða búð á að kaupa það, svo ég verða bara að liggja eitthvað yfir þessu í vikunni :)
Annars var þetta ansi róleg helgi, ég hitt stelpurnar úr skólanum eftir prófið á föstudag og við fengum okkur einn bjór, sem urðu svo einhverjir bjórar í einhverju veldi. laugardagurinn fór svo í jöfnun eins og vanalega eftir bjórana. Sunnudagurinn var svo líka leti dagur (skil ekki alveg þreytuna í dag eftir alla þessa leti) það var reyndar bökuð kaka eins og oft áður á sunnudögum og rann Hrafnkell á lyktina.
Ég er búin að athuga með hitastigið í Minneapolis og það virðist vera alveg mátulegt ca. 20°c á daginn en er töluvert lægra á kvöldin er að fara niður í 7°c, sem betur fer eigum við allar trefla og vettlinga svo þeira fara bara með í töskuna.
látum þetta nægja í bilifimmtudagur, október 07, 2004

Og spennan eykst

Góðan og blessaðan daginn góðir hálsar
Þá er aðeins rétt rúmlega vika í USA og ég er núna að sjá eftir því að hafa beilað á aðhaldskúrnum og hjólamennskunni í sumar. En mér er sagt að í Ameríku sé allt svo stórt svo ég vona að ég finni eitthvað sem passar, ég hlýt allavega að finna skó :)
íbúðin okkar er alveg að ná fyrri heimilislega yfirbragðinu þó að ísskápurinn sé ennþá í stofunni, og sturtuhengið í svefnherberginu þá er þetta allt að gerast.
Tölvan mín er aftur á móti með veiki sem virðist ætla að verða eitthvað þrálát núna bara kveiknar á henni ef við klöppum henni í svona klst. og þá veit maður aldrei hvað það endist lengi. Lennti í því á þriðjudaginn að vera að gera verkefni í skólanum og ætlaði svo bara heim og fínpússa það og senda heiman frá mér. Náði í Óla í vinnuna og var komin heim um 10 leytið, svo var það kvöldmaturinn sem gleymist aldrei á Laugarnesveginum, ætla svo í rólegheitum að laga verkefnið og senda. Og vitið menn ekki hægt að kveikja á þessari elsku, skil eftir klst. og allt í voða ég mátti bruna í skólan, hamra inn verkefnið og skila því á innan við klst. Þetta tókst nú allt saman en lærdómurinn er sá að vera ekki að gera verkefni klst. fyrir skil og vonandi læri ég á þessu :)
en bara good bye end see y later

þriðjudagur, október 05, 2004

10 dagar

sælt veri fólkið
Þá er ég stödd í tíma í gerða og greiningu ársreikninga ofsalega skemmtilegt allt saman veit ekki alveg hvað maðurinn er að tala um, hann umturnast algjörlega þegar eitthvað stemmir ekki og nota þarf gangvirðissjóð og ef reikningurinn er í evrum þá er það nú bara plús en þetta er samt ágætis karl og borgar sig að fylgjast með því það er próf í föstudaginn.
Allt búið að vera að gerast um helgina. Keypt máling á eldhúsið á föstudaginn og flísar á baðið svo nú átti að rumpa þessu af. Skelltum okkur reyndar í leikhús á föstudagskvöldið á Eldað með Elvis sem kom bara nokkuð vel út og ekki skemmdi fyrir að allt leikhús þotuliðið var á sýingunni sem ég held að hafi stafað að fríum bjór og skemmtiatriðum eftir sýninguna :) Eftir þetta þá fengum við okkur guðdómlega hálfmána að hætti Hornsins sem klikka náttúrulega aldrei.
Laugardagsmorguninn kom með öllu sínu hjúin vöknuð fyrir hádegi og búin að taka upp málingapensilinn kraftaverkin gerast ennþá. svo var flísalagt inn á baði sem reyndar þýðir það að ekki má nota baðkarið í viku sem er náttúrulega ekki mjög skemmtilegt þá sérstaklega fyrir vini og vandamenn sem mega þola ótakmarkaðara baðferðir frá okkur. Á sunnudeginum var svo haldið áfram, verk gærdagsins tekið út og við komumast af því að það þyrfti að laga örlítið því línurnar höfðu eitthvað skekkst sökum bjórdrykkju kvöldið áður. En þetta var allt hægt að laga. í gær var svo aðala subbuverkið að fúa í flísarnar í eldhúsinu ekkert gums en ofsa skemmtilegt :) ég er að spá í að fara bara í iðnaðarmannaskólan og hætta í þessu viðskiptadæmi.
ætli að það sé ekki best að fara að hlusta núna
bæbb