Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Þannig er nú það

Hér kemur eitt af þessum hávísindalegum persónuleikaprófum

You Are Beer!You don't need to get totally wasted when you hit the bars.
More of a social drinker, you just like to have fun with your friends.
And as long as the beer keeps flowing, you're a happy camper.
But don't mix things up: "Beer Before Liquor, Never Been Sicker!"


Hmmmm hefði þótt meira spennandi að vera eitthvert hanastél

mánudagur, nóvember 14, 2005

Næturfriður

Það sem ég er þakklátust fyrir í dag er að hafa getið sofið í alla nótt í þögn. Helgin heppnaðist mjög vel, partý hjá ísfirðingunum á föstudagskvöldið, vorum í bænum til kl fimm sem ég held að sé nýtt met hjá hópnum í heild. Þegar ég ætlaði að reyna að komast fram úr á laugardaginn var eitthvað annað upp á teningnum, þynnka dauðans komin í hús og samam hvað hver segir um hugarástand þá var það ekki sjens að komast fram úr rétt náði að staulast á lappir í tækatíð til að mæta á tónleika kl 16:00. Karlakórinn Heimir og félagar náðu að syngja úr mér þynnkuna, ég kom allavega þaðan út í miklu betra ástandi. Næsti liður í helgar dagskránni var að fara út að borða, byrjuðum í fordrykk hjá krökkunum og svo héldum við á Humarhúsið. Vá, hvað þetta var góður matur, góð þjónusta, hugglegasta andrúmsloft og góður félagsskapur. Við allavega sátum þar til að verða eitt held ég. Þegar við komum heim var aftur á móti tónlistin í botni hjá honum Steinsa okkar og þetta helv.. teknó er alveg að drepa mig. Vegna smá áfengis í blóði gátum við aðeins dottað en teknóið glumdi til kl 11 um morguninn. Núna er líka búið að ákveða að kalla til fundar í Vallargerðinu og ræða þessi mál, þetta gengur ekki lengur. Skil samt ekki í Jóni neðrihæðar að hafa ekki gert eitthvað í þessu núna því hann er nú með gesti. Vitum reyndar ekki hvað er í gangi því þegar Óli var að koma út úr innkeyrslunni kl 2 í nótt á leið í vinnuna, þá stoppa hann tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn og spyrja hann um skilríki og hvert hann sé að fara, hvar hann sé að vinna og allskyns. Kannski er húsið orðið undir eftirliti sem er svo sem gott ef það gerist eitthvað meira.
Við fórum svo í gær og sóttum mömmu á völlinn í gær smelltum okkur með hana á kaffihús, orðið frekar jólalegt á laugaveginum, komin jólaljós og svona. Ég er strax farin að hlakka til að rölta þar í rólegheitunum á Þorláksmessu :)

föstudagur, nóvember 11, 2005

Selurinn 1.árs

Frekar rólegt núna í vinnunni best að nota tíma í eitthvað nytsamlegt eins og að skrifa pistil.
Dagurinn í gær heppnaðist afbragðsvel, kökurnar voru betri á bragðið heldur en útlitið gaf til kynna og komu tvö holl af gestum. Fjölskyldan var í sínum besta gír og var mikið um hlátur, vonandi að stemmingin verði eins í Hvammi eftir tvær vikur.
Það var svo ekki minna hlegið þegar strákagengið mætti til leiks í seinni hlutanum, bárust hlátrasköll út á götu þegar ég kom heim úr dansinum.
Ég er einmitt í dag með strengi á skrítnustu stöðum :)
En hvað haldið þið annars, nema að Margrét úr vinnunni sé flutt inn fyrir neðan mig til Jóns reyndar með kallinn sinn, þau eru víst eitthvað skyld. Spurning hvernig þetta fer annað hvort hreinsar Margrét allt hjá kallinum og nær að koma ógeðslyktinni fyrir kattarnef, eða hún verður upp hjá mér í kaffi allan tíman og hún kann sko aldeilis að spjalla. Vona að fyrri kosturinn verði fyrir valinu.
Gleymdi alveg í gær að óska Selnum til hamingju með 1 árs afmælið, hann fékk reyndar engan pakka en ég reyni að bæta úr því næstu daga, kaupi fjársjóðskistu eða eitthvað fallegt.
Eitt í viðbót eins ópólitísk og ég er þá er ég alveg að missa mig yfir prófkjöri frammskóknarflokksins í Kópavogi. Ok það eru tvær konur sem koma ágætlega fyrir og svona, en restin er náttlega bara furðufuglar. Kópavogspósturinn núna í vikunni er sem sagt bara um þetta prófkjör auglýsingar og upplýsingar um frambjóðendur
Hver vill fá Samúel Örn sem bæjarstjóra ????? Eða að kona sem heitir Dollý komi til með að ráða einhverju ???? En ég er mikið að spá í að fara á morgun og greiða atvkæði svo þessar frambærilegur konur Linda og Una María hafi kannski einhvern sjens á að verða bæjarstjórar

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Afmælisdagur

Elsku Óli minn
Til hamingju með afmælið
Dulítið sérstakt að eiga mann á fertugsaldri :)
Bakstur gærdagsins fór eitthvað út um þúfur held að það sé alveg á hreinu að við þurfum nýjan bakaraofn, ekki alveg eðlilegt að þurfa að baka eitthvað í 2 klst sem á að taka 30 mín. Það á nú samt að bjóða upp á eitthvað að þessu á eftir spurning hvort að bragðið sé í lagi.
Svo er danstími í kvöld, búin að fara í einn rosalega skemmtilegt, Tinna og Lilja skelltu sér með svo það er mikil stemming og er spurning um að við höfum æfingar um helgar til að ná lipurleikanum sem fór eitthvað lítið fyrir svona í fyrsta tíma :)
Aðrir viðburðir síðustu viku eru að Káta krullan mætti á laugardagskvöldið í mat og hafði hendur í hári okkar, sunnudagurinn fór í rúnt og göngu um suðurlandið, pönsur á eftir hjá tengdó, mánudagur matur hjá Ingu ekki af verri endanum hangikjöt, var ekki laust við að jólaskapið lét sjá sig við átið.
Svo er það bara Tónleikar og Humarhúsið um helgina mikið gaman :)

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Dagbókin

Smá dagbókarfærsla
Undanfarið hefur verið alveg nóg að gera
Kvennabaráttufundur á ingólfstorgi þar sem varla var hægt að hreyfa sig fyrir mannfjölda
Hittingur hjá Lilju með skólastelpunum rætt um lífið og tilveruna
Ella og Bjarki komu í kaffi með frumburðinn sem dafnar samkvæmt normal kúrfu
Matur á Skaganum hjá mömmu. Sigga amma mætti galvösk náttlega klikkuðu ekki veitingarnar hjá mútternum.
Kjötsúpa hjá tengdó getur ekki verið betra í vetrakuldanum börn og maki Afríkufarans mættu líka
Inn á milli lærdómur sem er víst nóg af þessa dagana mætti samt vera smá meiri agi á þessum bæ
Skipulagt jólaglögg, málsverður á Humarhúsinu, frænku hittingur, sumarbústaðaferð, austfjarðarferð, dansnámskeið, gler- og jólakortagerð, og eitthvað fleira.
Hlakka mikið til :)
En ætli það sé ekki best að koma sér í bólið til að vera upplagður á morgun þegar reikningagerð og markaðsfræði ráða ríkjum
góða nótt öll sömul
sofið þið vel og megi Guð vera með ykkur