Afmælisdagur
Elsku Óli minn
Til hamingju með afmælið
Dulítið sérstakt að eiga mann á fertugsaldri :)
Bakstur gærdagsins fór eitthvað út um þúfur held að það sé alveg á hreinu að við þurfum nýjan bakaraofn, ekki alveg eðlilegt að þurfa að baka eitthvað í 2 klst sem á að taka 30 mín. Það á nú samt að bjóða upp á eitthvað að þessu á eftir spurning hvort að bragðið sé í lagi.
Svo er danstími í kvöld, búin að fara í einn rosalega skemmtilegt, Tinna og Lilja skelltu sér með svo það er mikil stemming og er spurning um að við höfum æfingar um helgar til að ná lipurleikanum sem fór eitthvað lítið fyrir svona í fyrsta tíma :)
Aðrir viðburðir síðustu viku eru að Káta krullan mætti á laugardagskvöldið í mat og hafði hendur í hári okkar, sunnudagurinn fór í rúnt og göngu um suðurlandið, pönsur á eftir hjá tengdó, mánudagur matur hjá Ingu ekki af verri endanum hangikjöt, var ekki laust við að jólaskapið lét sjá sig við átið.
Svo er það bara Tónleikar og Humarhúsið um helgina mikið gaman :)
1 Comments:
birribaribí afmæli, birribaribí afmæli, birribaribííí já hann á afmælí dag..
Til hamingju með daginn!
KNÚÚÚS
Skrifa ummæli
<< Home