Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

föstudagur, október 07, 2005

Gleði og glaumur :)

Þá styttist óðum í brottför hópsins til fjarlægra slóða og eru núna bara nokkrir tímar í brottför. Spenningur er byrjaður að láta sjá sig og er núna spurning hvort að allt sé klárt. Ég er allavega með farmiða fyrir alla, lykil af íbúðinni í Köben(fengum bara einn lykil svo það verður alltaf einhver að vera heima til að hleypa inn) og passan minn, taskan er reyndar ennþá tóm en mér skilst að ekki sé ætlast til að það fari margir hlutir í hana hérna megin við hafið en það megi hinsvegar fjölga um eina tösku á leiðinni heim :)
Það sem er að gerast í þessum skrifuðu orðum er að Dóra er að láta Sigrúnu setja á sig nýjan umgang af nöglum, Beggi og Óli eru að skutla Hondunni í viðgerð og Hrafnkell er að byrja rómantíska kvöldstund með Borgneskri snót. Stefnan er svo tekin í Vallargerðið þar sem matast verður og svo mætir Gummi og fer yfir þýska vegakerfið með okkur. Veðrið sem er búið að vera með afbrigðum gott síðustu daga ætlar aðeins að breyta sér og er spáð rigningu á okkur allan tíman en reyndar um 20°c. Svo hópklæðnaðurinn verður líklegast regnslár í margvíslegum litum og gúmmískór, svo það þarf ekki meira að pæla í klæðnaði.
Spurning um að láta þetta duga í bili og fara að kíkja yfir tékklistan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home