Fiðrildi
Rosalega skrítið að koma út á morgnana og vera umvafðin fiðrildum. Nú myndu sumir sjá fyrir sér falleg skrautleg dýr og þetta væri svona eins og góðri söngvamynd en í staðinn eru þetta svona brún og loðin kvikindi. Ég er ekkert að tala um bara 10 stk heldur nær 100. Er búin að vera velta fyrir mér hvort þetta sé bara heima hjá mér eða hvort aðrir glími við þessa plágu. Kannski er þetta svona allstaðar þar sem eru tré og garðar en mér finnst þetta frekar hvimleitt. Ég gær var t.d eitt í klóstettinu og trúið mér þessi dýr eru ekkert að láta sturta sér niður heldur fara niður með vatninu og koma svo aftur upp.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home