Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, október 18, 2005

Bjórvambir og hversdagsleiki

Halló kæru hálsar !
Þá er ferðalaginu lokið og öll komum við aftur heim mismundandi heil.
Nenni ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér en nokkur atriði væri gaman að deila með ykkur. Allt gekk voða vel, reyndar smá vesen með að finna bílinn á Kastrup en hann Jónas í móttökunni hjá Hertz var alveg frábær þegar hann fannst og útskýrði leiðina sem átti að fara mjög vel, og við fórum í rétta átt. Ferkar þröng í aftursætinu en framstætið mjög rúmgott, en til að taka á þrengslunum opnaði aftursætið bjór og þá var allt í góðu, svo fór að heyrast "við þurfum að pissa" en eins og þeir vita sem hafa keyrt Danmörk - Þýskaland eru nú bensínstöðvar og "stól og borð" staðir út um allt svo þetta reddaðist allt, mæli samt með að pissa Danmerkurmegin mun huggulegra. Þarna byrja vambirnar að þenjast út eftir nokkra klst. ferðalag.
Komust heil til Hamborgar og smá mis með aðkomuna að hótelinu en fundum út úr því á endanum, drossína sett í geymslu og þessi ágætisherbergi fengin til notkunnar. Sigurjón skutlar okkur á Fiskmarkað að morgni, ég féll um sjálfa mig eins og hefur gerst áður bólgin og blá út um allt ferkar skemmtilegt, haltarði nú samt í kynnistúr um borgina, tveggjahæða strætó með úthoppum. Olga bjargar hópnum með góðum mat og fínum drykkjum og vambir þenjast. Verslunargatan fundin bara til að vera viss um að finna hana daginn eftir :), steikhús, kokteilar, gleði, glaumur og stripp. Skrítið að það sé ekki hægt að hafa almennileg karlmenni á svona stöðum bara einhverja mjóslegna litla stráka, ekki alveg það sem var verið að leita að. Okurbar, virtist bjóða upp á eitthvað meira en mat og áfengi, þáðum ekki boðið. Brunakerfið fór í gang á hótelinu, ferkar óþægilegt kíktum fram á gang engin eldur eða reykur fórum bara aftur að sofa, reyndist vera gabb. Töskunum staflað í bílinn og lagt af stað í verslunarferðina miklu, Hamborg bíður upp á mikla möguleika á því sviði hefðum þurft tvo daga þar til viðbótar. Bílinn orðin frekar troðin, farið í kaupfélagið í Hamborg og keyptur matur bílinn ennþá troðnari, farið af stað villtumst aðeins en rétta leiðin fannst svo var stoppað og keyptur bjórinn bílinn orðin troðnasti bíll á vegum þýskalands. Fórum með ferju, jeiiii, keyrðum áfram til Köben villtumst en enduðum á Johan Sempsgade 7.
Danskir dagar byrjuð á því að við Dóra villtumst á leiðinni í bæinn þótt við værum með kort, en við stoppuðum bara í næstu búð nældum okkur í einn kaldan settumst á bekk með bland og kort og horfðum á skokkara danaveldis hlaupa framhjá, á endanum komust við til ferðafélagana sem voru búnir að kíkja aðeins í könnun á pöbbnum sem síðan varð pöbbinn okkar :)
Köben einkenndis af drykkju, áti, versli, skoðunarferð, meiri bjór, meiri mat sem sagt voðalega fínt. Menningarnóttin var svo á föstudagskvöldið og strikið var fullt af fólki, skemmtikraftar og sölufólk á hverju horni, frábær stemming og allir glaðir. Ferðlangar fóru reyndar missnemma að sofa og sumir ekki á fyrirfram ákveðnum stað :) Morgunverður og brottför, danskur prins fæddur, lentum á íslenskri grund, tók einhverja lengri tíma að komast í gegnum tollhliðið vegna gældýrs og heimilistækja en komust út á endanum
Halldóra var með myndablogg á meðan á ferðinni stóð og það er hægt að skoða hér
Síðan við komum heim hefur lífið í Vallagerðinu verið afslöppum milli þvottavéla og heimsókna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home