Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Dagbókin

Smá dagbókarfærsla
Undanfarið hefur verið alveg nóg að gera
Kvennabaráttufundur á ingólfstorgi þar sem varla var hægt að hreyfa sig fyrir mannfjölda
Hittingur hjá Lilju með skólastelpunum rætt um lífið og tilveruna
Ella og Bjarki komu í kaffi með frumburðinn sem dafnar samkvæmt normal kúrfu
Matur á Skaganum hjá mömmu. Sigga amma mætti galvösk náttlega klikkuðu ekki veitingarnar hjá mútternum.
Kjötsúpa hjá tengdó getur ekki verið betra í vetrakuldanum börn og maki Afríkufarans mættu líka
Inn á milli lærdómur sem er víst nóg af þessa dagana mætti samt vera smá meiri agi á þessum bæ
Skipulagt jólaglögg, málsverður á Humarhúsinu, frænku hittingur, sumarbústaðaferð, austfjarðarferð, dansnámskeið, gler- og jólakortagerð, og eitthvað fleira.
Hlakka mikið til :)
En ætli það sé ekki best að koma sér í bólið til að vera upplagður á morgun þegar reikningagerð og markaðsfræði ráða ríkjum
góða nótt öll sömul
sofið þið vel og megi Guð vera með ykkur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home