Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

föstudagur, nóvember 11, 2005

Selurinn 1.árs

Frekar rólegt núna í vinnunni best að nota tíma í eitthvað nytsamlegt eins og að skrifa pistil.
Dagurinn í gær heppnaðist afbragðsvel, kökurnar voru betri á bragðið heldur en útlitið gaf til kynna og komu tvö holl af gestum. Fjölskyldan var í sínum besta gír og var mikið um hlátur, vonandi að stemmingin verði eins í Hvammi eftir tvær vikur.
Það var svo ekki minna hlegið þegar strákagengið mætti til leiks í seinni hlutanum, bárust hlátrasköll út á götu þegar ég kom heim úr dansinum.
Ég er einmitt í dag með strengi á skrítnustu stöðum :)
En hvað haldið þið annars, nema að Margrét úr vinnunni sé flutt inn fyrir neðan mig til Jóns reyndar með kallinn sinn, þau eru víst eitthvað skyld. Spurning hvernig þetta fer annað hvort hreinsar Margrét allt hjá kallinum og nær að koma ógeðslyktinni fyrir kattarnef, eða hún verður upp hjá mér í kaffi allan tíman og hún kann sko aldeilis að spjalla. Vona að fyrri kosturinn verði fyrir valinu.
Gleymdi alveg í gær að óska Selnum til hamingju með 1 árs afmælið, hann fékk reyndar engan pakka en ég reyni að bæta úr því næstu daga, kaupi fjársjóðskistu eða eitthvað fallegt.
Eitt í viðbót eins ópólitísk og ég er þá er ég alveg að missa mig yfir prófkjöri frammskóknarflokksins í Kópavogi. Ok það eru tvær konur sem koma ágætlega fyrir og svona, en restin er náttlega bara furðufuglar. Kópavogspósturinn núna í vikunni er sem sagt bara um þetta prófkjör auglýsingar og upplýsingar um frambjóðendur
Hver vill fá Samúel Örn sem bæjarstjóra ????? Eða að kona sem heitir Dollý komi til með að ráða einhverju ???? En ég er mikið að spá í að fara á morgun og greiða atvkæði svo þessar frambærilegur konur Linda og Una María hafi kannski einhvern sjens á að verða bæjarstjórar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home