Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, nóvember 14, 2005

Næturfriður

Það sem ég er þakklátust fyrir í dag er að hafa getið sofið í alla nótt í þögn. Helgin heppnaðist mjög vel, partý hjá ísfirðingunum á föstudagskvöldið, vorum í bænum til kl fimm sem ég held að sé nýtt met hjá hópnum í heild. Þegar ég ætlaði að reyna að komast fram úr á laugardaginn var eitthvað annað upp á teningnum, þynnka dauðans komin í hús og samam hvað hver segir um hugarástand þá var það ekki sjens að komast fram úr rétt náði að staulast á lappir í tækatíð til að mæta á tónleika kl 16:00. Karlakórinn Heimir og félagar náðu að syngja úr mér þynnkuna, ég kom allavega þaðan út í miklu betra ástandi. Næsti liður í helgar dagskránni var að fara út að borða, byrjuðum í fordrykk hjá krökkunum og svo héldum við á Humarhúsið. Vá, hvað þetta var góður matur, góð þjónusta, hugglegasta andrúmsloft og góður félagsskapur. Við allavega sátum þar til að verða eitt held ég. Þegar við komum heim var aftur á móti tónlistin í botni hjá honum Steinsa okkar og þetta helv.. teknó er alveg að drepa mig. Vegna smá áfengis í blóði gátum við aðeins dottað en teknóið glumdi til kl 11 um morguninn. Núna er líka búið að ákveða að kalla til fundar í Vallargerðinu og ræða þessi mál, þetta gengur ekki lengur. Skil samt ekki í Jóni neðrihæðar að hafa ekki gert eitthvað í þessu núna því hann er nú með gesti. Vitum reyndar ekki hvað er í gangi því þegar Óli var að koma út úr innkeyrslunni kl 2 í nótt á leið í vinnuna, þá stoppa hann tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn og spyrja hann um skilríki og hvert hann sé að fara, hvar hann sé að vinna og allskyns. Kannski er húsið orðið undir eftirliti sem er svo sem gott ef það gerist eitthvað meira.
Við fórum svo í gær og sóttum mömmu á völlinn í gær smelltum okkur með hana á kaffihús, orðið frekar jólalegt á laugaveginum, komin jólaljós og svona. Ég er strax farin að hlakka til að rölta þar í rólegheitunum á Þorláksmessu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home