Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, október 24, 2005

Gleðilegan kvennafrídag

Þá er enn ein helgin að baki og bara ljómandi góð
Elhúsið var allavega endurskipulagt á föstudaginn, núna finn ég ekkert í skápunum en það er svo sem í lagi því ég þarf sjaldnast að nota neitt þar :)
Laugardagsdæmið var að gera klárt fyrir komu múttersins, sem mætti eftir að hafa ruglast aðeins á hverfum. Frábærlega huggulega kvöldstund þar sem Óli Jóns kokkur húsins sá um veitingar, sem voru alveg geggjaðar. Drengurinn er á rangri hillu myndi ég segja. Blandarinn fékk aðeins að snúast undir lok kvöldsins og vakti það ómældalukku. Við mæðgur vorum svo vaktar upp með bakarísbakkelsi, dúlluðumst fram á hádegi á náttfötunum og síðan var haldið í úlpu og húsgagnaversl fyrir mömmu. Fórum meðal annars í IKEA, vá hvað fólk getur verið æst, og núna var það jólaskraut sem var verið að þrátta með. Jólaskraut sé ég fyrir mér að eigi að minna á vinnáttu og kærleik, ekki eitthvað sem er verið að rífast yfir um miðjan október.
Mamma hélt svo á Skagan en við fengum Grafarvogsfjölskylduna í vöffluboð :) Árný Stella var alveg himinlifandi að fá að sjá videoið af Ella litla enda var hún ekki ennþá búin að fá að sjá gullið.
Loksins náði ég að sjá ástarfleygið í tölvunni og haldið ekki að Kia babe sé meðal þátttakenda sem þýðir að ég þarf að fara að bjóða mér í heimsókn eitthvað á fimmtudagskvöldum, fyrst til að að horfa á sveitamanninn velja tilvonandi frú og svo ástarfleygið í beinu framhaldi. Það er rosalega gott að hafa ekkert sjónvarp en sumt verð ég að fá að fylgjast með. Nokkuð gott hjá okkur sjónavarpsfíklunum að vera búin að vera sjónvarpslaus í hvað ca sex mánuði :)
En ég vil bara minna alla aftur á að mæta í bæinn á eftir kl 14:08
kv.
Katrín rauðsokka

föstudagur, október 21, 2005

Mikið að gera í vinnunni :)

Ég sé að sambýlismaðurinn minn hefur vaknað af löngum bloggsvefni og ákveðið að tjá sig hér, gæti verið að hann hafi verið að finna lykilorðið aftur :)
Eins og glöggir lesendur þessa bloggs hafa getið sér til um er EKKERT að gera hjá mér í vinnunni þessa dagana sem er ansi pirrandi þegar ég veit að það verður brjálað að gera í næstu viku.
Verð að setja hérna inn eina mynd af Ella litla hörkutóli

Við fórum og kíktum á fjölskylduna í gær á Lansan og þá var prinsinn komin af vökudeildinni og vonandi að hann hafi ekki þurft að fara þanngað aftur. Þau bjuggust samt við að vera fram á laugardag á spítalanum. Foreldrarnir stóðu sig með mikilli prýði í ummönnunarhlutverkinu og sástu nokkrir nýjir taktar sem voru festir á filmu :)

fimmtudagur, október 20, 2005

Konur höfum hátt !!!!!!

Búin að breyta um lit á síðunni til að leggja áherslu á kvennafrídaginn. Á mánudaginn 24.okt klukkan 14:08 eiga allar konur að leggja niður vinnu því þá erum við búnar að vinna fyrir laununum okkar.
Dagskrá dagsins má finna hér

Fiðrildi

Rosalega skrítið að koma út á morgnana og vera umvafðin fiðrildum. Nú myndu sumir sjá fyrir sér falleg skrautleg dýr og þetta væri svona eins og góðri söngvamynd en í staðinn eru þetta svona brún og loðin kvikindi. Ég er ekkert að tala um bara 10 stk heldur nær 100. Er búin að vera velta fyrir mér hvort þetta sé bara heima hjá mér eða hvort aðrir glími við þessa plágu. Kannski er þetta svona allstaðar þar sem eru tré og garðar en mér finnst þetta frekar hvimleitt. Ég gær var t.d eitt í klóstettinu og trúið mér þessi dýr eru ekkert að láta sturta sér niður heldur fara niður með vatninu og koma svo aftur upp.

miðvikudagur, október 19, 2005

Til hamingju :)

Þá er Elli litli komin í heiminn lét víst sjá sig kl 2 í nótt
Við óskum þeim hjúum Ellu og Bjarka


til hamingjum með sólargeislan.
Hlökkum til að sjá ykkur þegar gestagangur má hefjast :)

þriðjudagur, október 18, 2005

Bjórvambir og hversdagsleiki

Halló kæru hálsar !
Þá er ferðalaginu lokið og öll komum við aftur heim mismundandi heil.
Nenni ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér en nokkur atriði væri gaman að deila með ykkur. Allt gekk voða vel, reyndar smá vesen með að finna bílinn á Kastrup en hann Jónas í móttökunni hjá Hertz var alveg frábær þegar hann fannst og útskýrði leiðina sem átti að fara mjög vel, og við fórum í rétta átt. Ferkar þröng í aftursætinu en framstætið mjög rúmgott, en til að taka á þrengslunum opnaði aftursætið bjór og þá var allt í góðu, svo fór að heyrast "við þurfum að pissa" en eins og þeir vita sem hafa keyrt Danmörk - Þýskaland eru nú bensínstöðvar og "stól og borð" staðir út um allt svo þetta reddaðist allt, mæli samt með að pissa Danmerkurmegin mun huggulegra. Þarna byrja vambirnar að þenjast út eftir nokkra klst. ferðalag.
Komust heil til Hamborgar og smá mis með aðkomuna að hótelinu en fundum út úr því á endanum, drossína sett í geymslu og þessi ágætisherbergi fengin til notkunnar. Sigurjón skutlar okkur á Fiskmarkað að morgni, ég féll um sjálfa mig eins og hefur gerst áður bólgin og blá út um allt ferkar skemmtilegt, haltarði nú samt í kynnistúr um borgina, tveggjahæða strætó með úthoppum. Olga bjargar hópnum með góðum mat og fínum drykkjum og vambir þenjast. Verslunargatan fundin bara til að vera viss um að finna hana daginn eftir :), steikhús, kokteilar, gleði, glaumur og stripp. Skrítið að það sé ekki hægt að hafa almennileg karlmenni á svona stöðum bara einhverja mjóslegna litla stráka, ekki alveg það sem var verið að leita að. Okurbar, virtist bjóða upp á eitthvað meira en mat og áfengi, þáðum ekki boðið. Brunakerfið fór í gang á hótelinu, ferkar óþægilegt kíktum fram á gang engin eldur eða reykur fórum bara aftur að sofa, reyndist vera gabb. Töskunum staflað í bílinn og lagt af stað í verslunarferðina miklu, Hamborg bíður upp á mikla möguleika á því sviði hefðum þurft tvo daga þar til viðbótar. Bílinn orðin frekar troðin, farið í kaupfélagið í Hamborg og keyptur matur bílinn ennþá troðnari, farið af stað villtumst aðeins en rétta leiðin fannst svo var stoppað og keyptur bjórinn bílinn orðin troðnasti bíll á vegum þýskalands. Fórum með ferju, jeiiii, keyrðum áfram til Köben villtumst en enduðum á Johan Sempsgade 7.
Danskir dagar byrjuð á því að við Dóra villtumst á leiðinni í bæinn þótt við værum með kort, en við stoppuðum bara í næstu búð nældum okkur í einn kaldan settumst á bekk með bland og kort og horfðum á skokkara danaveldis hlaupa framhjá, á endanum komust við til ferðafélagana sem voru búnir að kíkja aðeins í könnun á pöbbnum sem síðan varð pöbbinn okkar :)
Köben einkenndis af drykkju, áti, versli, skoðunarferð, meiri bjór, meiri mat sem sagt voðalega fínt. Menningarnóttin var svo á föstudagskvöldið og strikið var fullt af fólki, skemmtikraftar og sölufólk á hverju horni, frábær stemming og allir glaðir. Ferðlangar fóru reyndar missnemma að sofa og sumir ekki á fyrirfram ákveðnum stað :) Morgunverður og brottför, danskur prins fæddur, lentum á íslenskri grund, tók einhverja lengri tíma að komast í gegnum tollhliðið vegna gældýrs og heimilistækja en komust út á endanum
Halldóra var með myndablogg á meðan á ferðinni stóð og það er hægt að skoða hér
Síðan við komum heim hefur lífið í Vallagerðinu verið afslöppum milli þvottavéla og heimsókna.

föstudagur, október 07, 2005

Gleði og glaumur :)

Þá styttist óðum í brottför hópsins til fjarlægra slóða og eru núna bara nokkrir tímar í brottför. Spenningur er byrjaður að láta sjá sig og er núna spurning hvort að allt sé klárt. Ég er allavega með farmiða fyrir alla, lykil af íbúðinni í Köben(fengum bara einn lykil svo það verður alltaf einhver að vera heima til að hleypa inn) og passan minn, taskan er reyndar ennþá tóm en mér skilst að ekki sé ætlast til að það fari margir hlutir í hana hérna megin við hafið en það megi hinsvegar fjölga um eina tösku á leiðinni heim :)
Það sem er að gerast í þessum skrifuðu orðum er að Dóra er að láta Sigrúnu setja á sig nýjan umgang af nöglum, Beggi og Óli eru að skutla Hondunni í viðgerð og Hrafnkell er að byrja rómantíska kvöldstund með Borgneskri snót. Stefnan er svo tekin í Vallargerðið þar sem matast verður og svo mætir Gummi og fer yfir þýska vegakerfið með okkur. Veðrið sem er búið að vera með afbrigðum gott síðustu daga ætlar aðeins að breyta sér og er spáð rigningu á okkur allan tíman en reyndar um 20°c. Svo hópklæðnaðurinn verður líklegast regnslár í margvíslegum litum og gúmmískór, svo það þarf ekki meira að pæla í klæðnaði.
Spurning um að láta þetta duga í bili og fara að kíkja yfir tékklistan.

laugardagur, október 01, 2005

jæja !

Sælt veri fólkið
Bara nokkrir hlutir sem liggja á hjarta mínu í dag
6 dagar þangað til við verðum hér fimm saman að undirbúa okkur undir brottför í sólina ég hlakka geggjað til :) Það sem kemur hér á eftir kemur því ekkert við hvernig mér líður eða öðrum í kringum mig bara nokkrar róttækar spurningar sem ég hef verið að velta fyrir mér.
Skil ekki afhverju fólk segist ætla að gera eitt en gerir annað, það getur sært fólk !
Hvernig stendur á því að ekki er hægt að treysta því sem gerist í umhverfis fólk og það endar á að einhver undarlega tilfinning um notkun læðist að fólki.
Er fólk virkilega það illa innrætt að það getur spillt fyrir áralöngum samböndum ?
Hvað er traust ?
Hvað er vinur ?
Að gefnu tilefni er ég að velta þessu fyrir mér, en þó ég fái engin svör þá heldur jörðin áfram að snúast, ég áfram að brosa og Sigmundur áfram að mæta í rauðu buxunum í skólan.