Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, september 27, 2004

Og enn er komin mánudagur....

Þá er byrjuð ein vikan enn og óðum styttist í ferðina góðu. Allt á suðu punkti hér við að reyna að finna út hvað á versla en ég held samt að það eigi eftir að bjargast
Ofsa fín helgi, eyddum föstudagskvöldinu hjá tengdó hún var að gera við nokkrar saumspettur á fötum heimilsfólksins það var orðin útgangur á liðinu en núna erum við húsum bjóðandi án þess að það sjáist hold
Svo var skóli hjá mér á laugardaginn og vinna hjá Óla. Ég og Tinna ákváðum að það væri orðið langt síðan við hefðum farið út fyrir skólan að læra svo við skelltum okkur á Viktor þar sem er þetta rífandi góða kaffi og náttúrulega þráðlaust net. Gleymdu okkur kannski aðeins í kjaftagangi en kláruðum samt verkefnið og fengum okkur engan bjór sem er nokkuð góð frammistaða :)
Harpa hringdi svo á laugardaginn og þá voru þau í bænum óvænt svo það var ákveðið að hittast eftir að þau voru búin að fara að borða á Grillinu á Sögu. (öfunda þau í tætlur ekkert smá gott og rómantískt að fara að borða þar) Þau komu svo hingað vel södd og sæl og við kjöftuðum langt fram eftir, fórum svo í bæinn nema gamli minn sem varð eftir heima. Langt síðan ég hef verið svona lengi í bænum það var meira að segja leigubílaröð sem rifjaði upp margar góðar og kaldar minningar síðan í denn. Ég var nú reyndar hálf ónýt á sunnudaginn held ég sé bara að missa hæfileikan í að vera fylliraftur sem er gott segja sumir en að verða alltaf veikur daginn eftir nokkra Irish og einhverjar aðrar góðar blöndur er ekki alveg minn stíll.
Eyrún frænka kíkti svo við á sunnudaginn og þá hafði húsfaðirinn bakað vöfflur að hætti húsins sem er reyndar ansi gott við flöskuveikinni :)
Treysti mér ekki í eftirréttaboðið til Siggu sökum heilsuleysis en ég mæti bara næst
Og hvað haldið nema frúin á neðstu hæðinni hafi boðað til húsfundar (hvað ekki nema 20 á þessu ári ) en nú loksins var eitthvað að tala um allir eig að reiða fram 50000 í viðgerð á rafmagnstöflu húsins fyrsta hugsun hjá mér var náttúrulega hef ekki efni á því er að fara til USA að versla eins og fólk geti ekki verið með kerti og þannig í nokkra mánuði meðan ég safna en þetta verður víst að gerast svo ég held að VISA frændi minn verði bara að svitna aðeins meira úti heldur en hann átti að gera, enda var hann aðeins farin að safna utan á sig.
En ég helda að þetta sé svona helsta ágrip þessarar góðu helgar


fimmtudagur, september 23, 2004

Líða fer að jólum.....

Þá er fyrsta jólaaulýsingin komin í útvarpið, ekki seinna vænna en að byrja að aulýsa jólaseríur með tilheyrandi tónlist í september. Þetta yljaði mér nú samt um hjartaræturnar í skammdegi morgunsins á leiðinni í vinnuna. Ég að hugsa um jólin og allt það og komast svo að því að jólin eru bara um helgi þetta árið. Það er ekkert frí sem er ótrúlega ósanngjarnt maður verður búin að eta á sig gat og fær ekki einu sinni einn mánudag auka til að jafna sig, frekar fúllt. En nóg um það. Ég er búin að finna ansi góðar síður á netinu með fötum sem væri hægt að keupa í USA. t.d inn á oldnavy.com og nordstrom.com er hægt að skoða myndir af fötum, breyta litum sjá verð og alls kyns og ekki er verra að það eru til stærðir fyrir fullvaxið fólk :)
ég held að það sé betra fyrir mig að snúa mér að vinnnunni aftur núna
þanngað til næst

mánudagur, september 20, 2004

Góð helgi að baki :)

Þá er kominn enn einn mánudagurinn og bara 20 dagar þanngað til gengið bindur á sig ferðaskóna og heldur á vit verslunarævintýrana í USA. Spennan er öll að koma en það er eitt sem er að bögga mig ég er ekki ennþá búin að fá flugmiðan minn í hendur :( fékk reyndar að handfjatla Halldóru miða um helgin :) veit ekki alveg hvað veldur ég verð bara að hringja í hana Helgu á morgun. Heyrði í Heiðu í morgun og þá var hún ekki heldur búin að fá sinn miða samt borgaði hún tveim vikum á undan mér hún reyndar hringdi svo á mánudaginn síðasta og þá var hún Helga blessunin ekki einu sinni búin að taka ferðina út af kortinu ég vona að hún hafi farið í það að taka út af kortinu mínu um leið og ég hringdi því annars er nú búið að saxa dálítið af verslunarpeningnum sem er ekki nógu gott
Við hjún eyddum ansi góðri helgi í sveitinni hjá Halldóru það var alveg frábært að komast út úr borginni þetta átti nú að verða mikil námsferð en það var bara svo gott að sofa, borða og liggja í pottinum að það gleymdist eitthvað aðeins ég held að Óli hafi verið duglegastur í náminu. Við komum ferkar seint á föstudagskvöldið miðað við að við ætluðum að vera komin um kvöldmat en það er nú bara eins og stundvísin á Laugarnesveginum er. Á laugardaginn fórum við svo í kaupstaðarferð og komumst að því að skrújárnin í KB eru ansi ódýr allavega þegar Halldóra verslar þau :) fórum náttúrulega líka í ÁTVR og Bónus. Horfðum á ansi gott myndband þar sem körfuboltaliðið var að troða upp og er ákveðið að fá ákveðna manneskju í liðinu til að skemmta í 30 ára afmæli í nóvember ( sérstaklega skemmtilegt uppklapps atriði og háutónarnir )
Það þarf nú varla að minnast á það að auðvitað lagaðist kvefið og allt það í sveitinni mæli með því fyrir heilsulaus eins og mig að skella sér í svona helgarferðir út á land. :)

fimmtudagur, september 16, 2004

yndilslegt þetta líf

Góða kvöldið
Yndislegt að vera ég þessa dagana eða þannig núna er maður veikur heima enn og aftur og er ekki alvega að fíla það :( Átti að vera í áfangaprófi í stjórnun í dag varð að sleppa því svo það er eins gott að standa sig í því það sem eftir er vetrar
fyrir utan þetta allt er fínt að frétta úr námshúsinu, Óli kíkir varla upp úr bókunum og núna er maður allur komin í danskan fíling við að hlýða honum yfir óreglulegar danskar sagnir
Ef frískleiki lofar þá er áætluð námsferð í sveitina til Halldóru á morgun sem ég held að eigi eftir að gera okkur gott borgarbúunum alltaf gott að komast út fyrir borgarmörkin Svo skillst mér að potturinn sé allra meina bót og ef maður labbi upp á Grábrók þá öðlist maður mikinn frískleika :)
kveð í bili


laugardagur, september 11, 2004

Þá er ég búin að fara í mína fyrstu vísindaferð sem háskólanemi og ég varð ekki fyrir vonbirgðum Við fórum í Salinn í Kópavogi þar sem bæjarstjórinn og eitthvað annað gengi tók á móti okkur, Jónas Ingimundarsson spilaði fyrir okkur inn í salnum til að leyfa okkur að heyra hljóminn sem var alveg geggjaður og núna hef ég ákveðið að verða rosa menningarleg og fara á tónleika þarna í vetur. Svo fengum við vín og snittur í ótakmörkupu mæli sem eftir á var kannski ekkert rosalega skynsamlegt :) Allur hópurinn hélt svo á Players þar sem Stuðmenn voru að spila ágætist stuð þar. Skemmtilegast var nú samt að sjá virðulegt eldra fólkið í bekknum algjörlega gjörbreytast í brjálaða partýpinna og ef þeim líður eitthvað svipað og mér er búið að líða í dag þá held ég að við sjáum þau aldrei aftur í þessum gír. Ég var sem sagt núna fyrst að komast almennilega út úr rúminu fyrir utan nokkur skríð fram á klósett. Fín ferð samt

fimmtudagur, september 09, 2004

Hæbbs
Ýmisleg hefur drifið á dagana síðan síðast og það væri of langt mála að telja það allt upp hér
Það nýjasta er að Óli er að fara í fjölbraut við Ármúla í fjarnám og ætlar að byrja að ná í einingar upp í stúdentinn ekkert smá stolt af honum :) Það verður örugglega mjög gaman að koma í heimsókn til okkar á næstunni þar sem við verðum bæði ofan í bókunum eða að rífast um tölvuna veit ekki alveg hvern ég er að gabba því sjálfsaginn á heimilinu er kannski alveg á þeim standard að ekki sé hægt að horfa á sjónvarp eða bjóða heim fólki lengur vegna náms
Eitt ár búðið hjá mér í HR ekkert smá fljótt að líða var reyndar frekar erfitt undir lok þessa árs að þurfa að fara í skólan eftir vinnu í 25 °C en einhvern veginn gékk þetta allt upp
Ég er kominn með nettan fiðring að flytja héðan bara til að geta verið með í þessum flutningum það eru allir að skipta um heimili Harpa og Heiða búnar að kaupa hús fyrir vestan, Sirrý F. búin að kaupa í hús í Kópavogi, Helena í Mosó, Halldóra flutt á Bifröst, Sigga og Svenni búin að kaupa hús í Grafarvoginum, Ella og Bjarki búin að kaup tvíbýli í bænum o.s.frv. og hér sit ég í minni tveggja herbergja íbúð á Laugarnesinu. En ég bíð bara eftir STÓRA lottó vinningnum !!
Fyrsta vísindaferða hjá HMV hópnum 2003 er á morgun ég veit ekki hvort ég fer enn það á að fara í heimsókn í Kópavog það er ekkert slor þegar þetta gengi tekur sig til ekkert verið að fara í eitt fyrirtæki heldur bara heilt bæjarfélag
en nóg um lífið hérna í bili
bæbbs