Tálknó 2005

Hæbbs
Er búin að vera að skoða Tálknafjörð undanfarið, þetta er hinn huggulegasti bær sem getur hentað vel til útilegu eins og sést á þessari smá mynd hér við hliðina(kunnti ekki að stækka hana) Ég held að þetta gæti hentað vel fyrir alla :) svo það verða eiginlega allir að mæta svo við verðum ekki bara tvö á tjaldstæðinu.
Ég fann upplýsingar um tjaldstæðið
Verðskrá tjaldsvæðis
Tjald í eina nótt: kr. 500.-
Fullorðnir eina nótt í tjaldi: kr. 300.-
Börn eina nótt í tjaldi (0-12 ára): Frítt
Ein notkun í þvottavél:* kr. 400.-
Rafmagn fyrir húsbíla/fellihýsi: kr. 200.-
Aðgangur að eldhúsi:** Frítt
*Aðgangur að þvottavél er allan sólarhringinn.
**Aðgangur að eldhúsi er aðeins á opnunartímum sundlaugar, nema gist sé í svefnpokaplássi íþróttahússins.
