Snjókorn falla á allt og alla nema hvað að það hafi byrja að snjóa eina daginn á árinu þegar ég labbaði í vinnuna svo ég verð víst að láta sækja mig til að komast heim á eftir, frekar slæmt að verða úti svona rétt fyrir jólin :)
Loksins er komið jólaskólafrí og ég ofsaglöð nema það er ótrúlegt að í staðinn fyrir að gera eitthvað seinnipartinn þegar ég var vön að vera í skólanum fer sá tími í nákvæmlega ekki neitt skrítið að þegar nóg er að tímannum þá er hann ekkert notaður
Ofsa fínt laugardagskvöldið síðasta Halldóra og Keli voru í mat sem var nú bara auka atriði þessi matur heldur voru það vínin sem skiptu mestu máli og úr þessu varð svona smá vínsmökkunargleði :) Við Halldóra náðum samt að klára loksins ferðasögun frá MALL OF AMERICA ferð aðlaklúbbsins á landinu vona að við höfum munað eftir öllu þessu skemmtilegasta
Á sunnudaginn var svo hin árlegi pipakökubakstur stórfjölskyldunnar og var hann núna haldinn hjá Siggu og Svenna í nýja fína húsinu þeirra. Baksturinn tókst mjög vel og var litagleði pipakakana mikill eins og við var að búast hjá þessum afbragðs listamönnum. Svo fengu allir þennan fína mat og ógleymdum öllum smákökunum og konfektinu sem rann hratt niður allan daginn.
Í gær fór svo Óli í vinnuna eins og gengur og gerist kl 4 um nóttina ég veit náttúrulega ekki nema allt sé í lagi, þanngað til hann hringir kl 7:30 og segist hafa rotað sig í vinnunni um kl 5 ég var vissum að þetta væri eitthvað nýtt vakningartrix á mig frekar ljótt man ég að ég hugsaði. En svo skírðist þetta allt drengurinn hafði gengið á eitthvað járn á bílnum um fimm leytið dottið út í við vitum ekki hvað langan tíma allt í blóði og ælu, fyrir utan að vera rennandi blautur og vita ekki í þennan heim né annan og haldið þið að maður fari heim úr vinnunni NEI verður náttúrulega að klára rúntinn. Kerlinginn alveg brjáluð í símanum sendir karl upp á slysó og það þurfti sko að sauma þennan 5 cm skurð á hausnum á honum og hann mátti ekki vera einn það sem eftir var dags. Svo ég sendi þetta mannsefnið mitt í pössun til pabba síns sem var sem betur fer í vaktafrí þanngað til ég var búin að vinna. Í dag er hann samt allur að skána þessi eska :)
Við ætlum vestur um næstu helgi, ætlum með mömmu í samfloti á sunnudaginn þegar hún kemur suður alkomin. Spáið í því mamma kemur á Skagan og svo verður hún bara þar skrítið en samt ansi gott það verður ekki slæmt fyrir mig og vonandi ekki hana að geta skotist í sunnudagssteikina á hálftíma :)
Læt þetta duga í bili