Helgin
Sunnudagur að kveldi kominn og góð helgi að renna sitt skeið. Fínt afmæli með góðum veigum eins og ég bjóst við, kannski einum of góðum á köflum. Ástandið var sem sagt ekki mjög gott kl 6 á laugardagsmorguninn þegar ég vaknaði, átti að vera mætt í vinnuna upp í Mosó kl 7, faðmaði klósettið í smá stund og druslaðist svo út í bíl í sparigallanum, get ekki sagt að ég að orð eins og reisn og þokki hafi einkennt mig þegar ég mætti á svæðið. Heilsan lagaðist reyndar þegar leið á, enda var stanslaust verið að bera í okkur mat og annað gummúlaði. Gaman að vera með í þessu, sjá hvernig þetta virkar allt, fékk að gera allskyns
óli kom svo þegar hann var búinn í hinni vinnunni og við vorum þarna fram á miðnætti. Ég hefði ekki geta verið í talningaherbeginu þau voru læst þar inni kl 18-22 og allt lokað, innsigluð hurðin og svo bara byrjað að telja. Enda þegar við opnuðum kl 22 hjá þeim kom á móti okkur þungt loft og hiti. Voru líka ekkert smá fegin að sleppa út.
Mottó dagsins í dag er leti, bara svefn og fínerí, smá garðvinna og grill.