Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

sunnudagur, maí 28, 2006

Helgin

Sunnudagur að kveldi kominn og góð helgi að renna sitt skeið. Fínt afmæli með góðum veigum eins og ég bjóst við, kannski einum of góðum á köflum. Ástandið var sem sagt ekki mjög gott kl 6 á laugardagsmorguninn þegar ég vaknaði, átti að vera mætt í vinnuna upp í Mosó kl 7, faðmaði klósettið í smá stund og druslaðist svo út í bíl í sparigallanum, get ekki sagt að ég að orð eins og reisn og þokki hafi einkennt mig þegar ég mætti á svæðið. Heilsan lagaðist reyndar þegar leið á, enda var stanslaust verið að bera í okkur mat og annað gummúlaði. Gaman að vera með í þessu, sjá hvernig þetta virkar allt, fékk að gera allskyns
óli kom svo þegar hann var búinn í hinni vinnunni og við vorum þarna fram á miðnætti. Ég hefði ekki geta verið í talningaherbeginu þau voru læst þar inni kl 18-22 og allt lokað, innsigluð hurðin og svo bara byrjað að telja. Enda þegar við opnuðum kl 22 hjá þeim kom á móti okkur þungt loft og hiti. Voru líka ekkert smá fegin að sleppa út.
Mottó dagsins í dag er leti, bara svefn og fínerí, smá garðvinna og grill.

föstudagur, maí 26, 2006

HomeSalon.is

Gleðidagur í dag :) Eftir að hafa hangið upp í skóla síðustu daga að vinna í þessu verkefni fram á morgun mætt svo galvösk í vinnu kl 8, þá er ég eiginlega alveg búin á því, þetta búin að vera frekar erfið törn. Fyrir utan marga vinnutíma þá er þetta búinn að vera mest orkusogandi hópur sem ég hef unnið í, margir árekstrar og uppþot en loksins er þetta blessaða leiðinlegasta hópverkefni sem ég hef tekið þátt í búið, skýrsla HomeSalon.is komin í hendur kennara og búið að kynna herlegheitin fyrir fjárfestum. Verst þótti mér áðan að þurfa að fara aftur í vinnuna eftir kynninguna hefði helst vilja smella mér út á Kringlukrá í en öl eða svo. En bjargast með afmælinu í kvöld verðu örugglega mikið um fasta og fljótandi fæðu :)
Óli minn komst heilu og höldnu heim frá Glasgow :) Ekki skemmdi að kappinn mætti með fulla tösku af fötum sem hann hafði keypt á mig, þessi eskan, og ALLT passar geri aðrir betur. Nú get ég sem sagt skartað nýjum klæðum við hin ýmsu tækifæri :)
Á morgun er svo kosningadagur og ég er nú ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa samt búin að ákveða að kjósa hvorki framsókn með sína slepjulegu frambjóðendur eða ekki vinstri græna. Þarf að skoða betur yfir hjá hinum hvað þeir ætla að gera merkilegt. Held samt mér finnsti Gunni Bigg og Ásthildur Helgadóttir frekar gott teymi til að stjóran bænum, samt aðeins að kíkja yfir þetta betur. Fékk vinnu í Mosó á morgun hjá yfirkjörstjórn þar, sem ég held að verði mjög spennandi, hef aldrei verið í viðloðandi svona kosningavinnu áður.
Góða helgi

mánudagur, maí 22, 2006

Væmni

Góðan dag

Elsku Halldóra til hamingju með afmælið og velkomin í hópinn sem á aðeins eitt ár eftir á þessum tug :)

Skólalífið er alveg að gera mig brjálað núna, hef aldrei unnið jafn leiðinlegt verkefni, og þetta á að vera skemmtilegasta og lærdómsríkasta fagið í skólanum þvílíkt rugl og endemis vitleysa. En það eru BARA tveir dagar í skil og 4 dagar í flutning á þessu dæmi og vá hvað ég ætla að fagna. Aldrei að vita nema ég ræsi bara blandaran í tilefni að því, spurning um að hefja ræsingu í kvöld til að lifa þetta af :)
Svo er gott að vera smá væminn. Margir segja að það sé gott fyrir sambandið að vera ekki alltaf saman, ég er bara ekki sammála. Núna er Óli búinn að vera í Glasgow síðan á föstudagsmorgun og þetta er bara eitthvað skrítið, það er ekki eins og ég sé ekki búin að heyra í honum því ég get hringt í hann þegar ég vil, næ í hann dag og nótt en það vantar nærveruna. Ég og minn erum nú líka klessupar svo það er kannski ekki alveg að marka :) Ég held að það sé á aftur á móti í fjarverum að fólk átti sig á hvort það sé búið að finna réttan lífsförunaut, og það er alveg pottþétt að ég er búin að því.
Hlakka ofsa til á morgun þegar kallinn kemur heim :)

kveðja
Katrín
ómöguleggrasekkja

fimmtudagur, maí 18, 2006

5:30

Góðan dag
Nú hafa orðið kaflaskipti í mínu lífi haldið ekki nema mín sé búin að kaupa sér líkamsræktarkort og hyggst vakna kl 5:30 á morgnana til að mæta í svitahöllina. Nei, ég er ekki með óráði þetta er bara ákvörðun tekin með fullu viti. Kannski ekki svo stórt átak fyrir venjulegt fólk en fyrir þá sem þekkja mig þá á ekki að nota tíman fyrir 7:30 til neins annars en að sofa. Og fyrir utan mína miklu svefnþörf þá eru líkamsræktarstöðvar á svartalistanum, með allri sinni lykt, húðfrumum og steratröllum, og þar hef ég hugsað mér að eyða næstu morgnum, hver veit nema ég komi út úr þessu með sem stæltur morgunhani sem elskar líkamsræktarstöðvar.
Það var einhljóða samþykkt í gær á verkefnisfundi að vera í fríi í kvöld út af júró og meira segja er ég búin að finna góðan stað til að horfa. Fjaðrir og glimmer, gersist ekki betra sjónvarpsefni en það, svo voru einhverjir að tala um að það væri rússneskaur sjarmör að syngja, get ekki alveg sé það fyrir mér en hlakka mikið til að sjá það.
Góða skemmtun í kvöld gott fólk
kv
Katrín
nennirekkiaðvinna

þriðjudagur, maí 16, 2006

Nýtt aðsetur

Þessi helgi var bara ansi ljúf, hékk eitthvað í skólanum á föstudag og laugardag, svo á laugardag tók við 6 ára afmæli með fínum krásum eins Grafarvogshjónunum er von og vísa, garðvinna í framhaldi á því, Hrafnkell og Beggi komu svo færandi hendi með grillmat og fínerí, missti mig eitthvað aðeins með blandaran og þar að leiðandi var sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn góður :) Náði samt að mæta í skólan kl 10 og klára það sem þurfti, taka smá garðverk og halda mæðradagskvöldverð sem tókst með eindæmum vel þótt ég segi sjálf frá :) Garðurinn okkar er líka orðin bara ansi fínn og hvað haldiði nema teknónágranninn sé bara farin að koma og hjálpa smá, batnandi mönnum er best að lifa.
Loksins tókst okkur Súrsætum á höfuðborgarsvæðinu svo að ná saman í gærkvöldi, eða það var allavega það sem gengið var út frá allar búnir láta vita að þær kæmust og svona, svo er lífið náttlega óútreiknalegt svo Sigrún komst ekki en við vorum samt 5 þar sem nýjast gellan mætti með mömmu sinni, hún er algjört krútt, var mjög glöð með nýja Boston bleika gallan og mamman var líka sátt við sitt. Halldóra var búin að redda veitingunum að mestu leyti þegar ég dröslaðist heim úr skólanum, og hún var líka búin að setja helv. hettuna á Óla og klippa hann, alveg ótrúleg :) Núna eru svo eftir veitingar fyrir allavega fimm svo allir velkomnir í kvöld sem vilja kökusneið :)
Næstu dagar líta út fyrir að verða mjög þétt setnir, þetta skólaverkefni er heljar vinna og þar sem við erum allar í vinnu líka nýtast bara seinni partar og kvöld í það, held reyndar að Ofanleitið verði nýtt aðsetur fyrir næstu 8 daga. Óli minn fer svo til Glasgow á föstudaginn og ef einhvern langar að elda extra fyrir einn og bjóða mér í mat þá er það vel þegið :) koma nebblega ekki aftur fyrr en á þriðjudag, veldi á Snæró-systkinunum.
Ég ætla nú samt ekki að missa af Euro þrátt fyrir stífa dagskrá, vona að stelpurnar í hópnum sé sammála því. Við eigum örugglega eftir að vinna þessa keppni núna :)

föstudagur, maí 12, 2006

Sumar og sól

Þá er komið að mánaðarlegufærslunni, allavega virðist það hafa verið þannig upp á síðkastið bara einn póstur á mánuði svo hér kemur uppfærsla frá því síðast
Erum bæði nýstigin upp úr einhverri flensudrullu og var á tímabili mikið rætt um hvort væri veikara því það þarf náttúrulega að stjana við þann sem er veikari, læknirinn reddaði þessu svo með því að við værum jafn veik bæði með eitthvað streptókokkasýkingu, svo þá komu tengdó, Sigga mág og Beggi okkur til bjargar með ýmsu matarkyns og afþreyingarefni. Geðheilsan var í hættu á tímabili enda búin að vera bæði inni saman stanslaust í 6 daga, en ég held við höfum ekkert versnað mikið :) Misstum af gleði hjá ÍG,sem var kúrekastemming hjá íshestum, út af þessu veikidæmi, var mest svekket yfir því að komast ekki með á hestbak, sá fyrir mér galvaskan vinahóp í Reykjafirði í den, mis mikið dottnar af baki og tilbúnar undir sprett hestana á leiðinni heim :)
Páskarnir heppnuðust mjög vel bara, rosa fínt veður og mikil dagskrá í gangi, Prófin komu svo bara vel út ótrúlegt en satt, ég er ennþá að borga afnotgjöld af Rúv sem er óviðunandi þar sem við erum ekki ennþá með sjónvarp, spáið í því höfum ekki verið með sjónvarp í eitt ár ótrúlega næs, garðurinn okkar er búin að fá smá klössun, en það er samt endalaust mikið eftir, vonandi klárast sem mest um helgina.
Frábært hvað veðrið er búið að vera gott og þið getið alveg reiknað með svona veðri í maí,júní og ágúst því þá verð ég í skólanum, verður örugglega suddaveður aftur á móti í júlí. Ákvað sem sagt að vera ekki með sama aumingjaskapinn og í fyrra heldur taka sumarönn, er samt smá farin að sjá eftir því núna. En kannski næ ég með því að útskrifst fyrir fertugt :)
En góðir hálsar kveð að sinni og vona að allir séu að njóta veðurblíðunnar
katrín