Þá eru .....
páskar á næsta leiti sem þýðir bara eitt að prófin eru rétt handan við hornið og eins og vanalega kemur það mér algjörlega í opna skjöldu, svo núna hefst frumlestur á efninu og eitthvað verð ég að skipuleggja mig vel þessa fáu daga sem eru til stefnu því ekki ætla ég að vera með fólki í páskafjöri og þurfa að fara inn í herbergi að læra og seisei nei. En það á sem sagt að halda á Akureyri um páskana og er komin heljarinnar dagskrá sem inniheldur fyrst og fremst útvist, fjallgöngur, skíðaíþróttir vélsleðaferðir þetta er auðvitað allt veðurtengt en mér skillst að fyrir norðan sé alltaf gott veður :), menninglegt ívaf verða vonandi kammertónleikar á Mývatni, ég er ennþá að lifa í voninni að einhverjir hætti við að fara í leikhús svo ég fái miða á hryllingsbúðina, verð bara að heyra Andreu Gylfa sem Auður II, trúlegt þykir mér að göngugatan verði rölt og fengið sér öl á einhverjum stöðum og svo verður náttúrulega að borða eitthvað huggulegt og gott :) Páskarnir í nýjum landshluta sem er ágætis tilbreyting samt einhver smá söknuður að vera ekki að fara vestur fyrst við erum að fara út úr borginni.
Undanfarnar vikur höfum við verðir að spreyta okkur í gönguferðum og hefur einhvern vegin allt sem við höfum gengið á heitað fell , nema náttlega stóra Dímon sem var samt minnsti hóllinn
Á fyrsta hólnum Helgafelli fyrir ofan Hafnarfjörð
í glampandi veðri á Stóru Dímon
ekki alveg sama blíða í Grindaskörðum varla hundi út sigandi
og við Seljalandsfoss sem skartaði sínu fegursta í frostinu
Það er nú í lagi að grobba sig smá þegar maður er ekki vangur að lyfta sér upp úr sófanum fyrir annað en að sækja eitthvað í ísskápinn :)
En eitt sem ég man eftir og vill deila, ef þið eigið sjónvarpstæki sem kannski kveiknar í eða bilar á þann hátt að það er augljóst að ekki er hægt að gera við það þá ekki setja tæki beint á haugana heldur fáið viðgerðamann til að dæma tækið ónýtt eða farið með það upp í Rúv til að láta innsigla það, já ég veit þvílíkt og annað endemis bull. Við erum ekki búin að vera með sjónvarp í næstum ár og alltaf trassað að tala við þá hjá Rúv til að þurfa ekki að borga þessi blessuðu afnotagjöld, svo hringdi ég um daginn til að láta vita að ég væri ekki með sjónvarp og þetta er nú aðeins meira mál en eitt símtal, fara þarf með tækin til innsiglingar hjá þeim og í okkar tilviki kviknaði í gamla fermingartækinu í sl vor og því var keyrt á haugana svo ekki er ég með það í höndunum þá þarft þú bara að gjöra svo vel að borga. Er ekki bara hægt að innsigla loftnetstenglana eða eitthvað, núna finnst mér fáránlegt að vera ennþá að borga þessa þúsundkalla í þetta batterí fyrst það eru ennþá svona voðalega samansaumað. Ég vil ekki borga afnotagjöld af því sem ég er ekki með.
Annars bara gleði og glaumur að frétta héðan úr Vallargerðinu búin að vera ró og friður.
Hafið þið það nú sem best í páskafríinu
Gleðilega páska