Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

jeiiiii

Eins og síðasti ræðumaður minntist á þá er stefnan tekin úr borginni núna um helgina. Það á sko heldur betur að njóta sína í heita pottinum með kaldan drykk, eta góðan mat og síðast en ekki síst njóta þessa að ganga um í sveitasælunni. Snilld væri að geta túristast aðeins í nágrenninu alltaf klassískt að renna að Geysissvæðinu og jafnvel kíkja á Gullfoss ath hvort stefna hans hafi eitthvað breyst síðan síðast :)
Og ekki má gleyma að hin umtalaða söngkeppnni sjónvarpsins er um helgina og Sylvía Nótt verður með og ég held barasta að hún verði framlag okkar þetta árið sem mér finnst nú bara fínt mál, en samt er aldrei að vita nema meirhluti þjóðarinnar finnist viturlegra að senda eitthvað að tyrkneskueftiröpununum eða jafnvel lag með flautuðu sólói.
En hvað haldið nema orkuveitan hafi gert góðverk í dag, ég ætla allavega að hætta að bölva orkureikningunum í bili því þeir tóku rafmagnið af teknómanninum á móti jeiiiiiii, svo það verður ÞÖGN í nótt það er alveg á hreinu, Óli reyndar leyfði honum að stinga ísskápnum sínum í samband hjá okkur en annars er ekkert í sambandi hjá honum og hann ekki heima.

föstudagur, febrúar 10, 2006

UFFFFFFFFFFF

jamm núna er komin febrúar og janúar búinn með öllu sem honum tilheyrir afmælum, þorrablótum, skipulagningu sumarfrís,lof um heilsubót og dugnað í lærdómnum. Allt heldur þetta svo áfram núna í febrúar nema örugglega ekki með eins miklum krafti, reyndar er lærdómsdagur á morgun og eru öll gullkorn um framleiðslustjórnun og þá sérstaklega um winter velþegin.
Annars er frekar lítið að frétta, félagar Steinsa búnir að ætla að vaða í Óla einu sinni fyrir að voga sér að fara yfir á mánudagsmorgni kl 4 og biðja þá að lækka í tónlistinni, voðalegur ruddi þessi maður sem ég á. Eftir það var reyndar komið upp neyðaráætlun fyrir okkur heimilisfólki Selurinn er beðinn um að vera í kafi á meðan á látunum stendur en við erum komin með lykla af nokkrum heimilunum í borginni til að sofa á þegar ekki er svefnfriður hér. Ég held þetta flokkist undir að kaupa köttinn í sekknum, það ætti að vera skylda að fá að búa í íbúðum í svona mánuð áður en skrifað er undir kaupsamning, það hefði reyndar ekki dugað í okkar tilfelli þar sem þetta byrjaði allt þegar við vorum búin að vera í svona þrjá mánuði hérna, sem reyndar stafar örugglega af því að "handrukkari" Íslands seldi okkur íbúðina og hefur haft nágranna okkar í vasanum að halda sér á mottunni í einhvern x tíma. Er þetta bara réttlætið í dag að það liggur við að einhver dópistaaumingji sé búin að fæla okkur út af okkar eigin heimili, það er allvega ekki neitt voða spennandi að bjóða fólki í heimsókn vitandi að það gæti verið að teknótónlist myndi valda því að það væri ekki hægt að spjalla saman. ömurlegt !!!!!!! En það þýðir víst lítið að vera að kvart um þetta hér enginn getur reddað þessu.
Annað sem er búið að vera að pirra mig undanfarið eru viðtöl við frambjóðendur samfylkingarinnar í borginni þvílíkt og annað eins þröngsýnisfólk, það sér bara Reykjavík sem eina staðinn á landinu sem vert sé að búa á og fólk út á landi hlýtur að vera eitthvað bilað að vilja búa þar í staðinn fyrir í miðborginni. Kjánar
Spurning um að hafa bjartar yfir næsta pistli :)
Kveð að svo stöddu
Katrín
Stuðningsmaður samfylkingarinnar nr 1 og teknolover