Lífið í Vallargerðinu

Það er gott að búa í Kópavogi!

mánudagur, maí 30, 2005

Jæja !

Hallú !

Ég er á lífi :) og bloggið okkar er ekki dautt að eilfu hefur bara verið í svona smá pásu
En það er ýmislegt búið að gerast, komu náttúrulega heim frá London þarna endur fyrir löngu held að síðasta færsla sé dulítið áður en við héldum í hann :) Síðan seldum við íbúðina, erum búin að vera á vergangi en núna erum við búin að kaupa aðra íbúð og vonandi fer að styttast í að ég geti lagst í mitt rúm á mínu heimili ég held að það eigi eftir að verða hin ljúfasta tilfinning
En góðir lesendur þið eruð öll hjartanlega velkomin í Vallargerði 34, og vonandi verður hægt að halda við hefbundnum vöfflubakstri og kaffidrykkju.
Best að reyna að halda sér við þetta blessaða námsefni sem einhverra hluta vegna hefur eitthvað setið á hakanum að undanförnu

kveðja
Katrín